Í kvöld
eiga sér stað hinir stórkostlega mögnuðu tónleikar
Tryllingur og spilling.
Mana ykkur til að mæta, þetta verður gasalega flott sjó.
Hér er smá um böndin sem spila:
Donna Mess eru Björg, Iðunn og Sara sem syngja og dansa við eigin elektrónísku takta svo úrkoman minnir helst á blöndu af The Knife og Peaches. Tónlist þeirra er töff og eggjandi, án efa eitt af mest spennandi böndum landsins í dag.
Lazy Housewifes telur húsmæðurnar Nönu og Dísu sem báðar slógu í gegn með hljómsveitinni Homos wit da Homies á Gay Pride á síðasta ári. Dísa er þekkt sem bumbuberjari Rokkslæðunnar, en í Lazy Housewifes spila þær stöllur á hin ýmsu hljóðfæri auk þess sem tveir gestaspilarar munu troða upp með þeim í Klink og bank. (Kata og Sigga úr Brúðarbandinu).
Tónlistin er bæði letileg og húsmóðurleg en umfram allt falleg.
Viðurstyggð er ársgamalt kvennatríó sem hefur vakið athygli á tónleikastöðum borgarinnar síðastliðið ár. Þær spila á gítar (Katla), bassa (Gunna úr Mammút) og trommur (Helga) og tónlistin minnir einna helst á Shaggs og Jefferson Airplane, og jafnvel Megas í raflosti.
Viðurstyggilega smart band.
Brite Lite eru þrjár stelpur (Tinna - söngur, Kolbrún - bassi og Unnur - trommur) og einn strákur (Árni - orgel). Þau sendu nýverið frá sér ep-plötuna "Mary'sTheme" í takmörkuðu upplagi. Óhætt er að segja hljómsveitin skeri sig útúr hvað varðar hljóm og hljóðfæraskipan.
Ljóða- og listastelpan Begga semur tónlist á tölvuna sína við ljóð sín og flytur það ein á sviði.
Mammút sigraði músíktilraunir í fyrra og er skipuð Kötu sem syngur, Gunnu bassaleikara, Alexöndru gítarleikara, Andra trommara og Arnari gítarleikara.
Þau spila melódískt rokk og eru massakúl.
Svo þarf ekki að segja ykkur neitt um hið stórkostlega Brúðarband.
Þetta verður brjálæðisleg skemmun og þetta færðu fyrir bara 500 kellíngar!
Staðurinn er Klink og Bank, tíminn er 20:00 til 24:00
Tryllingur og spilling.
Mana ykkur til að mæta, þetta verður gasalega flott sjó.
Hér er smá um böndin sem spila:
Donna Mess eru Björg, Iðunn og Sara sem syngja og dansa við eigin elektrónísku takta svo úrkoman minnir helst á blöndu af The Knife og Peaches. Tónlist þeirra er töff og eggjandi, án efa eitt af mest spennandi böndum landsins í dag.
Lazy Housewifes telur húsmæðurnar Nönu og Dísu sem báðar slógu í gegn með hljómsveitinni Homos wit da Homies á Gay Pride á síðasta ári. Dísa er þekkt sem bumbuberjari Rokkslæðunnar, en í Lazy Housewifes spila þær stöllur á hin ýmsu hljóðfæri auk þess sem tveir gestaspilarar munu troða upp með þeim í Klink og bank. (Kata og Sigga úr Brúðarbandinu).
Tónlistin er bæði letileg og húsmóðurleg en umfram allt falleg.
Viðurstyggð er ársgamalt kvennatríó sem hefur vakið athygli á tónleikastöðum borgarinnar síðastliðið ár. Þær spila á gítar (Katla), bassa (Gunna úr Mammút) og trommur (Helga) og tónlistin minnir einna helst á Shaggs og Jefferson Airplane, og jafnvel Megas í raflosti.
Viðurstyggilega smart band.
Brite Lite eru þrjár stelpur (Tinna - söngur, Kolbrún - bassi og Unnur - trommur) og einn strákur (Árni - orgel). Þau sendu nýverið frá sér ep-plötuna "Mary'sTheme" í takmörkuðu upplagi. Óhætt er að segja hljómsveitin skeri sig útúr hvað varðar hljóm og hljóðfæraskipan.
Ljóða- og listastelpan Begga semur tónlist á tölvuna sína við ljóð sín og flytur það ein á sviði.
Mammút sigraði músíktilraunir í fyrra og er skipuð Kötu sem syngur, Gunnu bassaleikara, Alexöndru gítarleikara, Andra trommara og Arnari gítarleikara.
Þau spila melódískt rokk og eru massakúl.
Svo þarf ekki að segja ykkur neitt um hið stórkostlega Brúðarband.
Þetta verður brjálæðisleg skemmun og þetta færðu fyrir bara 500 kellíngar!
Staðurinn er Klink og Bank, tíminn er 20:00 til 24:00
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home