fimmtudagur, apríl 28

Back in black



Jú ég er sumsé komin heim frá Svíþjóðinni og Danmörkinni og allt bara í fínu standi.
Þetta var stórglæsleg ferð á allan hátt og soldið erfitt að byrja að segja eitthvað frá henni því allt var svo mikið og flott og gott og skemmtilegt.
Ystad so falleg, fólkið líka og allir svo góðir við okkur.



Eftir að við höfðum komið okkur fyrir í litla krúttlega húsinu sem við fengum lánað röltum við aðeins um Ystad og fundum strax System Bolaget og H&M.



Svo fengum við okkar að borða í listasafninu með hinum artistunum (OOIOO, Sofia Härdig and the Needles, Monkeystrikes og eistnesku performance grúbbunni Non Grata).
Maturinn var mjög hollur og góður svo við fundum það að við þyrftum að þamba soldið bjór og brennivín til að komast í jafnvægi. Allan tíman blöðruðum við samt einsog smástelpur við hvora aðra: Við skulum bara drekka pínu í kvöld og fara svo snemma að sofa og vera geðveikt ferskar á morgun. Já. Já.
Held að Kata hafi verið sú eina sem var raunsæ því hún trúði ekki orði af þessu blaðri.
Enduðum líka á öskrandi fylleríi á bar sem við fundum og var í eigu íslenskrar konu sem nú er besta vinkona okkar. Fundum svo líka karókíbar þegar hún henti okkur út, og þar var okkur ekki hent út þrátt fyrir morðhótanir og annan djöfulsgang af okkar hálfu.



Rönkuðum við okkur um klukkan tvö og náðum að fá okkur morgunmat á uppáhalds kaffihúsi Kurts Wallander, afgreiðslustúlkan var ung og skildi þessa tímasetningu.



Fórum svo í leikhúsið í sándtékk.
Fengum sjokk.
Leikhúsið geðsjúkt flott og sándið ógeðníngslega fullkomið.
Fullt af gaurum að færa magnara, stilla míkrafónstatívin, trommusettið og jú neim it fyrir okkur.



Og herbergi baksviðs útaf fyrir okkur með píanói, ávöxtum, handklæðum og kassa af sódavatni.



Vorum samt að spá í að grýta því síðast talda í liðið og öskra vitiði ekki hverjar við erum!!!
Tónleikarnir sjálfir byrjuðu svo klukkan 6 með ræðu og einhverjum listdansi undir útúrvíruðum saxófónleik og þá var komið að okkur.
Salurinn fullur af menningarvitum og allir sitjandi hreinir og penir.
Við sem betur fer með bjór og vodka á okkur.
Hófum leikinn af fullu trukki, spiluðum einsog vindurinn og reittum af okkur brandarana, kjafturinn útá öxl og spilamennskan fullkomin.
Höfum aldrei spilað svona vel.
Og móttökurnar voru eftir því, við trylltum lýðinn og þá sérstaklega eistana sem fylltu svalir leikhússins öskrandi í tryllingi We love you!!
Ein af þeim hljóp uppá svið hjá okkur í miðju lagi og fór að dansa, hún var í hvítum hlýralausum kjól og brjóstin hoppuðu uppúr honum en hún skipti sér ekki af því heldur dansaði bara meira með brjóstin útum allt.
Æði.
Fórum svo í útvarpsviðtal við sænska útvarpið og fundum frían mat og bjór og vín og vorum bara sáttar við það.
Á eftir okkur spiluðu Sofia Härdig and the Needles og voru fín, soldið of lík PJ Harvey þó fyrir minn smekk. Svo spiluðu Monkeystrikes og voru þau alltílæ, ég hleyp samt ekkert útí búð að kaupa plötuna þeirra.
En.



Svo sté OOIOO á svið.
Og ég fór næstum því að grenja.
Þetta var svo fokkíngs flott og töff og æðislegt...



Eftir tónleikana drógum við alla á pöbbinn okkar með loforði um karókíferð sem ekkert varð þó úr, þess í stað buðum við öllum í húsið okkar þegar pöbbunum lokaði og var drukkið og djöflast þangað til einhver öskraði put down the knife!
Eða ég man alla vega ekki meir. Reyndar ekki eftir þessu atriði heldur, en ég hef heyrt söguna.

Á sunnudeginum voru svo impró tónleikar í listasafninu þar sem hinir ýmsustu listamenn framkvæmdu óhljóð saman. Ég var of þunn til að meika þetta.
Fór yfir á Kurt-kaffið og þar var nú gömul kona að vinna sem yfir sig hneyksluð á kröfu okkar um morgunmat klukkan þrjú í eftirmiðdaginn.

Ég, Kata, Eoghan, Eygló og Gugga skelltum okkur til Köben um kvöldið til að hitta Sollu og gista hjá henni. Fórum líka á bari og í karókí á Sam´s bar á Strikinu.
Enduðum það djamm á að fá okkur fransk hot dog í 7-11.



Fjúh, þetta er nóg...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home