miðvikudagur, mars 16

Synopsis útvarpsmellunnar

Jájá, ég er útvarpsmella, hlusta á Gufuna á daginn þegar ég er að reyna að læra.
Það er gaman.
Rétt áðan var verið að segja frá einhverri danskri óperu sem einhver íslenskur óperukall var að syngja í way back in the old days, ég man engin nöfn enda finnst mér þetta óspennandi pakk og þar að auki man ég aldrei neitt hvort sem er.
En ég man söguna í óperunni:

Alfred er mömmustrákur sem kann að syngja voðalega vel.
Mamma hans skráir hann í einhverja söngvakeppni í bænum af því að það eru peningaverðlaun.
Hann slær til og vinnur keppnina og í eftirpartýinu platar parið Sid og Nancy hann (já þau heita Sid og Nancy!) og setja romm í áfengislausu bolluna.
Alfred verður fullur og fer heim syngjandi sæll og glaður.
En þegar heim er komið heyrir hann í Sid og Nancy að spjalla fyrir utan og eru þau að ræða Alfred.
Sid finnst hann kjánalegur mömmustrákur en Nancy vorkennir honum.
Alfred verður soldið sorrý yfir þessu og fer að hugsa sinn gang.
Ákveður þá að detta ærlega íða og hverfur í nokkra daga og eyðir öllu vinningsfénu í fyllerí.
Svo þegar hann kemur heim er mamma ekki ánægð með drenginn sinn og furðar sig á þessu hátterni.
Þá segir Alfred: mamma, nú er ég búinn að flippa ærlega út og er ekki lengur háður þér, bara face it ég er sjálfstæður einstaklingur núna.
Endir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home