sunnudagur, mars 27

Do I?

Það er nú bara einsog ég fái ekkert páskafrí því hér sit ég og hlusta á útvarpið.
Að þessu sinni þó á Rás 2 því þar eru Sjón og Einar Már í spjalli.
Einar Már valdi sér óskalag, að sjálfsögðu með Bítlunum, ég man ekki hvað lagið heitir en textinn er Every little thing she does, she does for me.
Og ég er svo steinhissa.
Hvílík gleði, bjartsýni og heilbrigð sjálfsmynd í þessum texta.
Kvah, er hann ekkert miserable, hugsaði ég með sjálfri mér og vissi ekki hvað ég átti að halda.
Maður er orðinn svo vanur að hlusta á texta sem eru vaðandi í sjálfsvorkun og eymd, æjæj greyið ég er vonlaus-textar...
Minnir mig á
do I listen to this music because I´m depressed or am I depressed because I listen to this music?
æðisleg mynd...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home