þriðjudagur, febrúar 1

Komin heim

Lentum klukkan hálf sjö í morgun á heittelskaða landinu.
Vorum alveg dauðar í flugvélinni og sváfum bara frá því að við settumst í sætin og fram að lendingu, enda höfðum við sofið í heila tvo tíma fyrri nóttina.
Áttum svo von á veseni í tollinum útaf öllu nýja dótinu okkar en allt gekk bara smooth.
Svo ég er komin heim í mína krúttlegu íbúð og nenni ekki að taka uppúr töskunum.
Kom heim með helmingi meira dót en ég fór með út.
Þar á meðal má telja bassa, dígítalístíska myndavél, bleika kápu, græna hárkollu og glimmer kábojhatta eyrnalokka.
Allt svo gasalega ódýrt í Amaríku.
Knúsaði Benna í morgun og svaf svo í nokkra tíma.
Nú ætla ég í kraftmiklu sturtuna mína og fara svo að hanga niðrí búð hjá Benna.
Svo gott að vera komin heim.
En þetta var lang skemmtilegast ferðalag sem ég hef nokkurn tíman farið í.
Sá meira að segja mann í t-shirt sem á stóð:
I´m an american
not an american´t

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home