laugardagur, júlí 31

Kæra dagbók

Vúbbs, fór óvart á oggupínu skrall í gær og þó svo mér hafi tekist að drulla mér heim um fjegurleitið var alveg óskaplega erfitt að vakna um hádegisbil.
Skottaðist þá niðrí Iðnó til að mæta í sándtjekk sem ekkert varð úr vegna einhvers snúruklúðurs, sem gerir mig soldið taugastrekkta því ég verð ekki með minn gítarmagnara heldur einhvern ókunnugan.
En jájá, það hlýtur að rassast.
Eftir þessa erindisleysu brunuðum við Sunna uppí einhvern háls hvar við vorum óskalagasjúklingar doktors gunna á Skonrokki.
Það var stuð.
Minn listi var sona:
Það nýjasta sem þú ert að fíla: Cocorosie - Good Friday.
Aþþí mér finnst þær meiriháttar.
Föstudagskvöld (besta stuðlagið): Skátar - Halldór Ásgrímsson.
Aþþí ég fer alltaf í stuð þegar ég heyri það.
Furðulegasta lagið í safninu - Handsome boy modeling school - Look at this face (oh my god they´re gorgeous).
Aþþí það er so fyndið.
Sunnudagsmorgunn (besta rólega lagið): Lhasa - rassalagið.
Aþþí það er melló stuð og hún segir rass.
Lagið (af plötunni) sem breytti lífi þínu! (aka besta lag allra tíma): Heaven knows I´m miserable now.
Aþþí það var fyrsta Smiths lagið sem ég heyrði og breytti algerlega tónlistarsmekk mínum þegar ég var 14 ára.

Jamms.
Núna þarf ég að hjálpa konungi undirdjúpanna við að sortera geisladiskana sem hann ætlar að selja á Innipúkanum.
So fer ég þangað að tvista.
Við spilum kl. 21.
Stuð!

ps. við Sunna stálum hvor sínum bollanum með mynd af Smjörkúknum á frá Norðurljósum.
Þeir fara sko í æfingarhúsnæðið.

0 Komment

föstudagur, júlí 30

Gigg í dag

Brúðarbandið spilar í 12 tónum við Skólavörðustíg ásamt Skakkamanage kl. 17 í dag.
Fríkeypis gigg.
Koma soh!

0 Komment

fimmtudagur, júlí 29

Tanni

Tannlæknirinn minn hefur gaman af því að deyfa.
Nema hún sé svona mikill mannvinur sem ekkert vill meiða.
(Manngæsku er þó öngvan vegin hægt að lesa útúr reikningnum).
En ég er a.m.k. algerlega dofin alla vinstri hlið andlitsins.
Er búin að hafa mikið gaman fyrir framan spegilinn skalégsegjykkur, allskonar sprell hægra megin á meðan vinstri hliðin bærist ekki.
Svo var ég að spá í að leggja mig á meðan mesta deyfingin gengur yfir, en ég get bara ekki lokað vinstra auganu.
Fékk störu áðan sem ég reyndi að blikka í burtu, tókst vel hægra megin en vinstra megin renna niður tárin.
Fékk mér vatnssopa og slefaði megninu úr glasinu yfir mig.
Sit nú hér og hlusta á plötusafn Lönu Kolbrúnar á Gufunni (er hún ekki djassmunkurinn? Þetta var samt enginn djass heldur allt það hallærislega sem áttundi áratugurinn hafði uppá að bjóða, massafínt), blikkandi hægra auga í gríð og erg á meðan tárin leka úr hinu, get ekki sofið, get ekki drukkið, hvað þá étið, búin að sprella yfir mig við spegilinn -- og hvað gerir maður þá?
Gæti prufað að stinga nælu í gegnum kinnina.
Framkvæmt laser-aðgerð á auganu (ef það sé hægt að nota geislaspilara í það, ég á enga aðra geisla). ( er notað viljandi. Fokkoff.)
Tungan er ódeyfð, annars hefði ég pearcað hana.
Ég ætla að hugsa málið aðeins og klípa mig í kinnina.

0 Komment

miðvikudagur, júlí 28

Ókeypis peningar óskast!

Í alvöru.
Ég vil bara ítreka þetta þó ekkert hafi ég haft uppúr krafsinu síðast þegar ég auglýsti.
Oft var þörf en nú er fokkíng nauðsyn.
Vill ekki einhver ríkur borga fyrir mig skattinn?
Ég á ekki þennan 30 þúsundkall sem Þeir vilja og krefjast.
Assgodi fúlt að hugsa til þess að einhverjir kónar útí bæ myndu ekki taka eftir því þó hádegismaturinn þeirra kostaði 30 þúsund kellíngar á meðan líf mitt fer í rúst yfir sona reikningi.
Ég er samt að hugsa til allra í Sierra Leone sem eiga ekki einu sinni eitt hrísgrjón.
Hvað ég eigi það nú gott.
Baaaaaaaahhhhh!!!!!
Keiz, ég á eina þriggja ára Toshiba fartölvu með vírus, hver vill kaupa????

0 Komment

Óskalagasjúklingur

Ég er geðveikt að spögglera.
Ligg undir feld.
Á laugardaginn förum við Sunna tromm í doktor doktor á Skonrokk og verðum óskalagasjúklingar hjá dr. gunna.
Óskalögin eru þessum skilyrðum háð:

5 óskalög:
Það nýjasta sem þú ert að fíla
föstudagskvöld (besta stuðlagið)
Furðulegasta lagið í safninu
sunnudagsmorgunn (besta rólega lagið)
lagið (af plötunni) sem breytti lífi þínu! (aka besta lag allra tíma)

Hvunnig í andskotanum á þetta að vera hægt???
Ég er með 2500 lög lined up og þarf að velja 2495 í burtu.
Ég er samt búin að ákveða það nýjasta, næstum því búin að ákveða föstudagskveldslagið, furðulegasta lagið er í hausnum á mér en ég man ekki hver flytjandinn er, ekkert búin að spá í sunnudagsmorgninum, og lagið sem breytti lífi mínu... fökkjú maður þau eru svo fokkíngs mörg!
En ég læt ekkert uppi núna svo ég skemmileggi ekki hina ævintýralegu stemmningu beinnar útvarpssendingar.

0 Komment

Samt

Mig langar samt í eitt nýtt blóm.

Eða fimm.

0 Komment

þriðjudagur, júlí 27

Radio rapist

Fökkíng hell hvað það er hættulegt að hlusta á Rás 2 þessa dagana þegar Bubbaplatan með Pöpum er plata vikunnar. Þetta er alger hryllingur, og þá sérstaklega söngvarinn og kabarettsöngstíllinn hans.
Sem betur fer fór ég á bar í gærkveldi og fékk lánaðan nýja Wilco diskinn (takk samt fyrir tipsið Palli).
Held ég hafi tekið þar í höndina á sjálfum Badabing, hann var a.m.k. kynntur sem Þórarinn á Fréttablaðinu.
Töff.
En ég er sumsé búin að skella Wilco á og lofa sjálfri mér að kveikja ekkert á útvarpinu þessa vikuna.
Áfram ég!

0 Komment

mánudagur, júlí 26

Geri það sem ég vil!

Mig langar í nýju Wilco plötuna!
Verð bara að hlusta á gömlu plöturnar þangað til draumurinn rætist.

Ég fór í Blómaval áðan og keypti mér mold.
Það fannst mér fyndið.
Náði að stöðvað mig á síðustu stundu í blómakaupum með því að segja við sjálfa mig að ég yrði ekkert hamingjusamari með fleiri blóm í húsinu og hærri vísareikning.
Gott hjá mér.
Nú ætla ég að umpotta þessi fjögur blóm sem ég á.
Fyrsta skipti sem ég geri svoleiðis, og svo skilst mér að þetta sé kolrangur tími til þess.
Fokkjú.
Geri það sem ég vil, þegar ég vil.

0 Komment

laugardagur, júlí 24

Drottning undirdjúpanna

Namminamm hvað það var gott að sofa út, vitandi að engin plön væru fyrir daginn í dag.
Tókst að halda mér edrú í gær til að upplifa óþunnan laugardag, lá í sófanum og borðaði nammi.
Vaknaði á hádegi í dag og fékk ekkert Kókó puffs í morgunmat einsog Katrín því ég kláraði það í gær.
Í staðinn útbjó konungur undirheimanna delúx baguett handa okkur með spánskri skinku og fíneríi.
Ræddum málin og komumst að þeirri niðurstöðu að úr því hann er titlaður þetta í Fréttablaðinu þá hlýt ég, sem ástmey hans, að vera drottning undirdjúpanna.
Mér finnst það bara alveg undursamlegt.
Fór á Sirkús markaðinn og hlustaði á Beikon á meðan ég drakk einn bjór.
Nú er stefnan sett á matarboð, svo ætla ég heim að drekka hvítvín og drepast í sófanum mínum.
Það er svo drottningarlegt.

0 Komment

föstudagur, júlí 23

Bleikt bliss

Gvu blessi konuna sem fann upp rokkið.
Það var alveg rosalega gaman í gær.
Ég bjóst nú sosum ekkert við neinum leiðindum, en þetta var samt allt bara betra en ég bjóst við.
Það kom svo mikið af fólki og það var allt svo skemmtilegt þetta fólk, bros útum allt og dillibossar hægrovinstri.
Hitti fullt af fólki "live" í fyrsta sinn en hafði samt ekki alveg nógu mikla einbeitingu til að tala almennilega við það.
Gaman að hitta Óla Gneista sem benti mér líka á konuna sína úr fjarlægð.
Elvis2 hef ég ekki hitt síðan '95 en náði að smella koss á kinn hans og taka við disk frá honum með Funk Harmony Park (jei!), og loooooksins hitti ég sjálfa Æsu sem var svo mikil bloggvinkona okkar Kókóar á Dömustöðum.
Kyssikyss.
Mér fannst Skátar æðislegir, og Begga sem dídjeijaði á milli atriða og eftir tónleikana var frábær. Hún fékk lánaðan brúðarkjól í tilefni kvöldsins og var massa sæt.
Tjáh, þetta var bara alveg bleikur draumur.
Nældum okkur í þrjár vodkaflöskur og eftirpartý, kom heim klukkan 6 í morgun og fékk mér Kókó pöffs.
Rót á eftir.
Já og Skátar eru að spila í 12 tónum kl 17:30 í dag.
Og Þórir held ég líka.
Gvu hann var so sætur að sjá um miðasöluna fyrir okkur í gær.
Það eru allir svo góðir við okkur!

0 Komment

fimmtudagur, júlí 22

Útgáfutónleikar í kvöld!

Allir að mæta, kostar einungis 500 kellíngar inn, við verðum í sparibrúðarkjólum, það verður diskókúla, það verður paunk, það verður rokk, það verður stuð, það byrjar allt kl 22!
Sjáumst

Öppdeit:
Tónleikarnir eru í Þjóðleikhúskjallaranum og eðalbandið Skátar hita upp með stuði, stuði, alltaf stuði...
Koma soh!

0 Komment

miðvikudagur, júlí 21

Textar

Nú eru komnir inn textarnir við lögin okkar á síðunni okkar.
Tjekkit át men...

0 Komment

Fjöldi

Í flestum viðtölum við Brúðarbandið erum við spurðar hvort það sé ekki erfitt að vera svona margar í hljómsveit, og stelpur í þokkabót.
Svarið er bæði og.
Stundum getur verið erfitt að vera sjö sammála um allt, en þá notumst við við lýðræðiðskerfið og stóran skammt af þolinmæði og skilningi (átta bollar af þolinmæði og átta af skilningi, sjö bollar af brosi... gubb).
En í flestum tilfellum er þetta mikill plús, og sérstaklega þegar mikið er að gera einsog þessa dagana.
Þá skiptum við liði, 2 fara í viðtal hingað og 2 þangað, 2 eru í rótreddingum, 2 í bolareddingum osfrv...
Þessir dagar væru helvíti ef við værum bara fjórar.

0 Komment

mánudagur, júlí 19

Platan er komin

Tíhíhíhíhí!!!




0 Komment

sunnudagur, júlí 18

Ýmist

Jamm jamm jamm.
Var að koma heim eftir útstáelsi.
Á föstudaginn var bjóræfing hjá Brúðarbandinu sem endaði í saltstangasnöfsum og öðrum ógeðisdrykkjum hér heima hjá mér með Ceres 4 á fóninum og einhvernvegin enduðum við á Kaffi List af öllum stöðum hvar eigandin reyndi að telja okkur á að spila í horninu hjá sér með því að dæla í okkur snöfsum.
Á leiðinni heim hittum við Benni útgefanda Brúðarbandsins og buðum honum heim að hrækja saltstöngum af svölunum mínum á ókunnugan Benz sem ólukkaðist til að parkera fyrir utan mitt huggulega heimili.
Þegar okkur tókst að drattast úr rúminu á laugardaginn tókum við eftir því hvað íbúðin var ógeðsleg svo við settumst inní bíl og keyrðum útá land.
Þar þráspurði fólk okkur hvort við ætluðum ekki að fara að eignast barn, ég sá enga leið útúr þessu aðra en þá að fara að sofa, en Benni reyndi að drekka þetta í burtu.
Eigruðum uppá fjall í dag og fengum okkur túnfisksamloku og kókómjólk við kirkju og landslag dauðans, kræktum okkur utaní hvort annað og sögðum "mmmm..."
Brunaði svo beint á æfingu til að uppgötva að nýju herbergisfélagar okkar í Tónaþróunarmiðstöðinni eru bara dónar sem fikta í græjunum okkar og láta sumt dót bara hverfa.
Og nú sit ég hér heima, búin að vaska upp og er að mana mig upp í að skúra.
Svo gæti ég ef ég vildi undið tuskuna á eftir í glas og drukkið mig dauðadrukkna.
En ég vil það ekki.

0 Komment

föstudagur, júlí 16

Kítl

Hann Elvis2 kann sko að æsa konur einsog mig upp.
Fékk þessa mynd senda áðan:

 

0 Komment

fimmtudagur, júlí 15

Verkfærapælingar

eru mikið í umræðunni þessa dagana og verandi svona manneskja sem er í takt við tímann verð ég að leggja mitt af mörkum:
Minn gaur á ekki neitt, ekki svo mikið sem eina skrúfu, en ég á alveg massa flottan verkfærakassa sem ég fékk í afmælisgjöf frá mömmu og systrum mínum fyrir 2 árum.
Svo átti ég tvo hamra en eftir að smiður kom í heimsókn um daginn hvarf annar þeirra á "dularfullan" hátt.
Ég á líka dæmalaust fínt safn af skrúfum og nöglum, hallamál og mæliband sem mælir bara fet.
Þar að auki er ég með borvél í láni frá Gumma bró og stiga frá Kókó.
En ég á ekki svo mikið sem einn sentimeter af tvinna eða öðrum eins óbjóði.
Eina nælu á ég sem ég nota til að festa utaná mig tölulaust pils, gardínurnar mínar eru ófaldaðar og ég á nokkur pör af buxum inní skáp sem ég get ekki notað því þær eru of síðar.
Hvarflar ekki að mér að reyna að fiffa við þetta drasl.
Þær stundir sem ég á það til að breytast í eldspúandi dreka með tilheyrandi lykt, hávaða og hættum tengjast einvörðungu tilfæringum mínum með saumnálar.

0 Komment

Vuhú!

Klukkan er átta og ég er að borða Cocoa Puffs!

0 Komment

miðvikudagur, júlí 14

Súkkulaði

Veigar guðanna og í Mexíkó var það notað sem gjaldmiðill!
Meikar BARA sens!

0 Komment

Lausnin

Þetta leystist alltsaman á endandum.
Ég tók þá afdrifaríku ákvörðun alein og sjálf að spreyja á mig ilmvatni og skella mér í bjór. Hefði ekkert verið sniðugt að húka nýþvegin á meðal rónanna.
Var því komin heim ekki of seint og tók þvottinn af snúrunum óstolnum.
Vaknaði snemma og fór í sturtu.
Allt í blússandi lúxus og velmegun.

0 Komment

þriðjudagur, júlí 13

Lúxusvandamál

Sko, mig langar alveg í einn bjór og mín bíður fríður og föngulegur hópur á Dillon sem vill drekka með mér bjór.
En ég er skítug.
Á ég að fara í sturtu núna og vera þá komin út seint sem þýðir bara að ég kem seinna heim og þá verður erfiðara að vakna á morgun, eða á ég að spreyja á mig slatta af ilmvatni einsog ein lagði til og skella mér í bjórinn og koma fyrr heim en ella og vakna örlítið hressari í fyrramálið?

Lúxusvandamál 2:
Ég á ekki von á að fá svar við þessu í kvöld.
Ég stend því ein í þessari dílemmu.
Ég verða að svara mér sjálf.
Mér finnst það leiðinlegt.

Lúxusvandamál 3:
Ég þarf að taka þvott af snúrunum.
Er viss um að búið sé að stela borðtuskunum mínum.

0 Komment

mánudagur, júlí 12

Spreð

Spreðaði tíuþúsundkalli í dag :)
En var samt afar hagsýn húsmóðir því fyrir þetta fékk ég tvennar buxur, eina peysu, eitt par af rauðum skóm og gott kaffi.
Húrra fyrir mér!

0 Komment

sunnudagur, júlí 11

Fyrsti vangefni forsetinn

Barnið mitt verður fyrsti vangefni forsetinn.
Ég las það úr lófa mínum í gærkveldi.
Róleg, ég er ekki ólétt.
Við erum að tala um framtíðina hérna.

Vá hvað viskí býr til mikinn höfuðverk.
Hafið þið tekið eftir því?
Assgodinn hvað ég er að taka eftir því.
Mental note to self: ekki drekka sona mikið næst.

Hitti fellibylinn í gær og sýndi honum hvað ég er stór.
"Já þú ert svona lítil", sagði hann.

Hitti líka manninn á bakvið Dirty Mood Booster og sagði honum að platan hans væri í uppáhaldi hjá mér, en hann trúði mér ekki.
Helvítis hógværð í manninum.

Og núna er Benniminn að spila hann í útvarpinu!
Híhíhí...
Og ætlar að spila CocoRosie líka á eftir.
Namminamm, stillið á X-ð 97.7 til að hlusta á góða tónlist núna.

Fökk ég er farin rúmið.

0 Komment

föstudagur, júlí 9

Rauðust

Komin með nýja vinnu og afleiðingin er skaðbruni.
Ég er rauðasta eplið í bænum.

Fór í gær á Kimono tónleika í Klínk og Bank.
Alltaf svo gaman að hlusta á þá spila, verð alltaf meira impressed í hvert skipti.
Hef séð þá þrisvar, fyrst var gott, annað skiptið betra og í þriðja skiptið betrara.

Á eftir æfir Brúðarbandið loksins allar saman á ný, hlakkihlakk.
Svo er matur og partý.
Ég verð rauðust.
Og í helgarfríi.
Nú er ég komin í 9-4 vinnu, sem er jafnvel betra en 9-5 og frí allar helgar.
Það er bestast.
Og tónleikar hjá Brúðarbandinu raðast upp.
Það er langbestast.

0 Komment

miðvikudagur, júlí 7

Spinnegal

Sjitt, það er útsala í Ikea.
Ég er í vondum málum.
Auðvitað fer ég.
Auðvitað missi ég vitið og sjálfsstjórn og kaupi böns af hlutum sem ég þarf ekki en eru fallegir á litinn.
Sjitt sjitt sjitt sjitt sjitt.
Loverinn að vinna fram á kvöld svo ekki getur hann haft stjórn á mér.
Ég fór um daginn með honum í Ikea og kom út alveg spinnegal (gott orð), ringluð, örvingluð og bit.
Af því að við tókum hringinn á einhverri hálftímadruslu og komum út með einungis þær hillufestingar sem áætlað var að kaupa.
Ekki svo mikið sem eitt kerti keypt í bríaríi.
Hef aldrei verið svona stutt í búðinni áður.
Það gerist að öllum líkindum aldrei aftur.
Þetta verður ljótt í dag.
En ég hlakka samt til.

0 Komment

þriðjudagur, júlí 6

Smartar tuskur

Ég hefði haldið að fötin mín væru svo smart að fólk gæti ekki látið þau í friði, en svo virðist ekki vera því það eina sem hverfur í þvottahúsinu eru borðtuskurnar mínar.

0 Komment

mánudagur, júlí 5

Lýðræði smýðræði

Djöfull ætlar Davíð að sjá til þess að við fáum aaaldrei að segja neitt.

0 Komment

Slæm áhrif

Jánei ég ætla ekki að fara að láta baktala mig og kalla mig letibloggara eða álíka ljótlegt.
Hefst þá bloggið.
Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ég sé búin að lesa of mikið af illa skrifuðum unglingabloggum.
Það sem leiddi til þessarar niðurstöðu var sú staðreynd að það hvarflaði actually að mér í gær að skrifa illa með yfsiloni.
Ylla.
Það er slæmt.
Hef ég því komist að þeirri niðurstöðu að blogg sé af hinu illa.
Allt of mikið af óskrifandi fávitum að bulla útum allt og óskrifandi fávitar lesandi bullið og apandi það eftir.
Þegar ég var barn las ég mikið og þegar kom að því að læra málfræði tókst mér að sleppa við að læra þessar reglur allar af því að ég var búin að lesa svo mikið af bókum og sá þar og lærði hvernig átti að stafa og orða hlutina.
Í dag rétt svo kannast ég við nefnifall en þú gómar mig ekki með yfsilon í neynu teyti að öngvu leyti.
Nema þegar ég hef lesið óskrifandi fávitabloggara.

0 Komment

sunnudagur, júlí 4

Spurning

Eruð þið farin að tala illa um mig núna og kalla mig letibloggara?

0 Komment

fimmtudagur, júlí 1

Spjallað við Elvis2

Nú veit ég afhverju Iggy Pop er alltaf svona hress.

0 Komment