föstudagur, desember 3

Fleiri plúsar í mínusnum

Jájá, lífið er ekki alvont einsog ég hélt:
Nú er aftur hægt að fá Lavazza kaffi í Bónus.
Það er komin helgi.
Ég er að fara í Popppunkts-partý í kvöld hjá Unni og Jonna og er ég í þessum skrifuðu orðum að farast úr tilhlökkun.
Er með fiðring í maganum einsog ég fæ fyrir tónleika.
*núa saman höndum*
Á morgun ætlum við systurnar í árlega laufabrauðsgerð, þ.e. að skera skrautlega í aðkeypt deig og rífast svo um hver gerir flottast.
I loves my sistas.
Ég á þrjár.
Lots of loving.
Já og svo er íbúðin mín geðsýkingslega kósí.
Og eftir áramót fer ég aftur í skólann.
Sjibbíííí!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home