föstudagur, desember 17

Brjáluð afmælisveisla í kvöld!

Brúðarbandið mun fagna eins árs afmæli sínu í kvöld klukkan ellefu á Grandrokk.
Hanoi Jane mun opna gleðskapinn og Skátar spila fyrir dansi þegar Brúðirnar hafa leikið listir sínar.
Auk þess fá tónleikagestir sem eru svo lánsamir að kaupa aðgangsmiða með réttu númeri glæsilegar gjafir frá Brúðunum (sem án efa munu þegar fram líða stundir hafa mikið söfnunargildi) og frumsýnt verður frábært nýtt tónlistarmyndband við hinn gríðarvinsæla smell Sætar Stelpur.
Vel hugsanlegt er að tónlistarkonan hugljúfa Berglind Ágústsdóttir komi einnig fram og spili nokkur lög af væntanlegri plötu sinni. Þessi röð á atburðum gæti þó riðlast eitthvað svo að þið viljið vera stundvís.... mkay! :)
Okkur finnst auðvitað að þið eigið öll að koma og gleðjast með okkur.
Aðgangseyrir verður litlar 500 krónur og mun renna óskiptur (þ.e.a.s. listamennirnir gefa í alvuru vinnu sína ólíkt ónefndum lúxuspjökkum) til vonandilegs Ameríkutónleikaferðalags Brúðanna.
Já, í alvuru, okkur stendur til boða að fara til Nashville!
Og Ashville!
Þannig að ef þið fílið okkur þá auðvitað komið þið og styrkið okkur og ef þið fílið okkur ekki þá bara hafið þið enn betri ástæðu til að koma og stuðla að því að senda okkur úr landi! ;)

Koma soh!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home