Stelpur sparka í rassa!
Vá hvað Stelpukvöldið í gær var með roooosalegt lænöpp.
Begga pönk byrjaði sjóvið með því að flytja nokkur lög sem hún hefur verið að semja með ýmsum aðilum (Bibba Curver, Tanya og Marlon Pollock m.a.) og söng hún einsog engill.
Flott mússík hjá henni og textarnir líka, hún er nú einu sinni ljóðastelpa líka.
Þá stigu á stokk dömurnar í I love money productions.
Fokkíng brilljant dæmi.
Þær eru með rafrænt playback á tölvu og syngja og dansa við það, minna örlítið á Peaches bæði lúkkið og attitjúdið og eru mjög flott stílíseraðar; ljós og reykur, meiköpp, flott mússík og geðveikar raddir.
Ógó flott sjó.
Þá tók Viðurstyggð við, eitt af mínum uppáhalds.
Þær keyra á brjáluðu attitjúdi, semja skemmtileg lög og nýji bassaleikarinn er alveg að gerasig.
Þvaglag er uppáhalds lagið mitt.
Æði.
Þá lokaði Brúðarbandið sjóvinu með nokkrum smellum, þynnkan sem hrjáði flesta meðlimina hvarf sem dögg fyrir sólu á meðan við rokkuðum, rokkið er gott, rokkið gerir manni gott.
Þetta var algerlega hin besta skemmtun, en því miður misstu flestir af henni.
Mætingin var arfaslök, 20-30 manns létu sjá sig.
En fokkit, við gerum þetta bara aftur.
Begga pönk byrjaði sjóvið með því að flytja nokkur lög sem hún hefur verið að semja með ýmsum aðilum (Bibba Curver, Tanya og Marlon Pollock m.a.) og söng hún einsog engill.
Flott mússík hjá henni og textarnir líka, hún er nú einu sinni ljóðastelpa líka.
Þá stigu á stokk dömurnar í I love money productions.
Fokkíng brilljant dæmi.
Þær eru með rafrænt playback á tölvu og syngja og dansa við það, minna örlítið á Peaches bæði lúkkið og attitjúdið og eru mjög flott stílíseraðar; ljós og reykur, meiköpp, flott mússík og geðveikar raddir.
Ógó flott sjó.
Þá tók Viðurstyggð við, eitt af mínum uppáhalds.
Þær keyra á brjáluðu attitjúdi, semja skemmtileg lög og nýji bassaleikarinn er alveg að gerasig.
Þvaglag er uppáhalds lagið mitt.
Æði.
Þá lokaði Brúðarbandið sjóvinu með nokkrum smellum, þynnkan sem hrjáði flesta meðlimina hvarf sem dögg fyrir sólu á meðan við rokkuðum, rokkið er gott, rokkið gerir manni gott.
Þetta var algerlega hin besta skemmtun, en því miður misstu flestir af henni.
Mætingin var arfaslök, 20-30 manns létu sjá sig.
En fokkit, við gerum þetta bara aftur.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home