föstudagur, október 8

Unaður

Unaður að koma heim til sín eftir vinnu og pilturinn búinn að vaska upp og ganga frá þvottinum og á eldavélahellunni situr espresso kannan fullbúin, þarf bara að kveikja undir og lesa á meðan sætan miða.
Mússímússímúss.....

Skil vel kalla sem vilja heimavinnandi húsmæður.
Ég vil heimavinnandi húsmann.
Einsog Þórdís hrífst ég af sögu dr. gunna af Laxnesshjónunum.
Væri til í að fá að spóka mig á Laugaveginum í hugsandi upp ódauðleg gítarriff þangað til Benni kæmi útá svalir með gjallarhorn og kallaði á mig í matinn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home