sunnudagur, október 31

Sunnudagskvöldsrútínan

Jamm, Karate er í loftinu á X-inu 97.7 öll sunnudagskvöld frá 22-24.
Þar spilar hann Benni minn góða mússík og ég sit heima við tölvuna og Óliminn situr heima hjá sér við sína tölvu og svo tölum við öll saman á msn.
Nema núna er Óli í Amaríku og það er bara ekki að gerasig.
Saknans.
En Karate er gott í kvöld (að vanda), Þórir er hjá Benna að segja frá nýju plötunni sinni, I believe in this, og það er fantagóð plata.
Hún er komin út, hlaupið útí búð á morgun og kaupið hana.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home