Ég verð alltaf pirruð þegar ég heyri:
Hagkaup, þar sem Íslendingum finnst skemmtilegast að versla.
Ég er Íslendingur og mér finnst ekkert skemmtilegt að versla í Hagkaup.
Eða Bónus eða Nettó eða 10-11 eða whatthefuck sem þessar okurbúllur heita.
En mér finnst gaman að versla í Ikea.
Ef auglýsingin væri
Ikea, þar sem Íslendingum finnst skemmtilegast að versla
myndi ég kinka kolli með velþóknunarsvip á fögru fési mínu og tuldra jaaaá, það er nú alveg satt.
Þó ég viti að það er ekkert hægt að staðhæfa svona.
Mér finnst til dæmis skemmtilegt í Ikea á meðan Benedikt helst hleypur þar í gegn með mig í afturdragi ú-andi og ó-andi yfir stóru sem smáu og þegar ég stoppa fæ ég einhvern svip frá honum sem fær mig til að segja afsakandi með augun eins opin og sakleysisleg og hægt er: "je bara skoða!"
Rétt náði að henda oní pokann nokkrum kertum og 2 handklæðum í gær áður en hann dró mig út.
Og hvert dró hann mig?
Jú í Bónus, þar sem Benedikt finnst skemmtilegast að versla.
Það er með ólíkindum hvað hann getur hangið yfir tómötum.
Á meðan ég hleyp í gegnum búðina og hljóma einsog rispuð plata: ertekkja koma, ertekkja koma, ertekkja koma...
Jiminn og nú man ég þegar ég slysaðist með honum í Nóatún.
Hélt að maðurinn væri að tapa sér þegar hann komst í grænmetisdeildina.
Matur skoh, moment on your lips og búið.
En dótið sem maður kaupir getur maður horft á forever.
Og þegar maður fær leið á því kaupir maður sér bara nýtt.
Þess vegna þurfa búðir að vera billegar.
Það er mjög mikilvægt.
Hærra kaup og billegri vörur.
Þá fara allir að versla einsog moðerfokkerar og efnahagurinn blómstrar.
Ég ætti kannski að fara í hagfræði næst?
Ooo mig langar aftur í skóla...
Hagkaup, þar sem Íslendingum finnst skemmtilegast að versla.
Ég er Íslendingur og mér finnst ekkert skemmtilegt að versla í Hagkaup.
Eða Bónus eða Nettó eða 10-11 eða whatthefuck sem þessar okurbúllur heita.
En mér finnst gaman að versla í Ikea.
Ef auglýsingin væri
Ikea, þar sem Íslendingum finnst skemmtilegast að versla
myndi ég kinka kolli með velþóknunarsvip á fögru fési mínu og tuldra jaaaá, það er nú alveg satt.
Þó ég viti að það er ekkert hægt að staðhæfa svona.
Mér finnst til dæmis skemmtilegt í Ikea á meðan Benedikt helst hleypur þar í gegn með mig í afturdragi ú-andi og ó-andi yfir stóru sem smáu og þegar ég stoppa fæ ég einhvern svip frá honum sem fær mig til að segja afsakandi með augun eins opin og sakleysisleg og hægt er: "je bara skoða!"
Rétt náði að henda oní pokann nokkrum kertum og 2 handklæðum í gær áður en hann dró mig út.
Og hvert dró hann mig?
Jú í Bónus, þar sem Benedikt finnst skemmtilegast að versla.
Það er með ólíkindum hvað hann getur hangið yfir tómötum.
Á meðan ég hleyp í gegnum búðina og hljóma einsog rispuð plata: ertekkja koma, ertekkja koma, ertekkja koma...
Jiminn og nú man ég þegar ég slysaðist með honum í Nóatún.
Hélt að maðurinn væri að tapa sér þegar hann komst í grænmetisdeildina.
Matur skoh, moment on your lips og búið.
En dótið sem maður kaupir getur maður horft á forever.
Og þegar maður fær leið á því kaupir maður sér bara nýtt.
Þess vegna þurfa búðir að vera billegar.
Það er mjög mikilvægt.
Hærra kaup og billegri vörur.
Þá fara allir að versla einsog moðerfokkerar og efnahagurinn blómstrar.
Ég ætti kannski að fara í hagfræði næst?
Ooo mig langar aftur í skóla...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home