miðvikudagur, maí 5

Blóð og drulla

Ryksugur sem spúa ryki, þær eru ekki að gera rétta hluti er það?
Ég er nýbúin að endurheimta ryksuguna mína úr klóm sóðalega frænda míns og þurfti að byrja á því að þrífa sjálfa ryksuguna.
Setti hana svo í gang og þá bara skítti hún allt út.
Það var ekki það sem þessi íbúð þurfti.
Ég er að spá í að setja hana í gang útá svölum og leyfa henni að spúa ryki yfir Laugaveginn og þá sem þar eiga erindi.
Svo ætla ég að bleyta svampinn í gaurnum og reyna að lokum að ryksuga pleisið.
Hér hefur ekki verið þrifið í nokkrar vikur sökum anna.
Og letis auðvitað.
En mér finnst þetta spennandi prójekt.
Og undir því fær Sonic Nurse með Sonic Youth að spítast úr hátölurunum.
Að því loknu er aldrei að vita nema ég læri eitthvað fyrir prófið sem ég fer í á mánudaginn.
Svo fæ ég líklega að hitta strákinn sem ég er skotin í í heilan klukkutíma áður en ég fer á æfingu!
Delúx í dag bara.
Ekki einsog gærdagurinn sem byrjaði á blóðugu gori í lok næturvaktarinnar þegar ein datt á andlitið og blæddi útum allt.
Og ég þurfti endilega að vera í nýju skjannahvítu hummel peysunni minni.
Daginn þar á undan röktum við Unnur blóðslóð í æfingarhúsnæðinu okkar sem endaði í blóðpolli inní smíðaherberginu.
Mjög CSI.
Fíla blóðpolla.
En ekki ryksugur sem spúa drullu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home