þriðjudagur, apríl 20

Gvublessi Kattholt

Ég ætla ekki að drepa Kisilis.
Og ég ætla að halda áfram að vera í stuði.
Ég er búin að lesa Kattholtssíðuna fram og til baka og skoða myndir og nú líður mér miklu betur.
Það er til lyktarhormón sem maður stingur í innstungur og mun sú lykt fæla Kisu frá að pissa útum allt.
Ég ætla að prufa Indoor kattamat í 3 vikur og athuga hvort hún hætti að fara svona mikið úr hárum.
Ég ætla að kaupa nýjan kamb og vera dugleg að kemba hana.
Ég ætla líka að kaupa grófan þvottapoka til að strjúka henni með.
Ég ætla að hætta að hafa áhyggjur þegar fólk segir að hún sé ofvirk því þetta eru bara gleðiköst.
Kisilis er bara hamó og nú er ég það líka.
Jei!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home