Simple things in life
Fór á Grand í gær að skoða Halta hóru.
Hún var nú ekki eins skemmtilegt og síðast þegar ég sá hana.
Og staðurinn fullur af fullum menntskælingum.
Eitthvað einkadjók sem ég skil ekki, of langt síðan ég var í þeim fílíng.
En ég drakk bjór og þá er maður stór, ég hef sungið í kór, drýgt hór og synt í klór en aldrei mokað flór.
Svo röltum við yfir á Sólon af öllum stöðum og ég sat þar og starði í forundran á fólkið þar.
Ægilega lifir maður í einangruðum heimi.
Allt öðruvísi fólk þarna sem talar í prósentum og sölulaunum, er í flegnum skyrtum og með smjörhár.
Einn var með gullkeðju um hálsinn.
Mér finnst gaman að skoða fólk.
En í dag er þrífingadagur (lingó vangeflinganna minna).
(Ég vinn hjá Styrktarfélagi VANGEFINNA og áskil mér því réttinn til að kalla þau vangeflinga).
Ætla að massa sameignina og skella í vél og svo ætla ég að fá taugaáfall yfir því að kunna ekki að elda alla þessa fiska sem liggja í vaskinum mínum en ég þarf samt að elda þá í kvöld.
Hvort heitir þetta rauðspetta eða rauðspretta?
Kann einhver uppskrift með soleiðis fiski?
Svo ætla ég í box, í dag verður þolpróf og ég ætla að reyna að halda ró minni.
Svo kem ég heim og fæ aftur taugaáfall yfir því að þurfa að elda.
Mig vantar kokk.
Og rafvirkja.
Hún var nú ekki eins skemmtilegt og síðast þegar ég sá hana.
Og staðurinn fullur af fullum menntskælingum.
Eitthvað einkadjók sem ég skil ekki, of langt síðan ég var í þeim fílíng.
En ég drakk bjór og þá er maður stór, ég hef sungið í kór, drýgt hór og synt í klór en aldrei mokað flór.
Svo röltum við yfir á Sólon af öllum stöðum og ég sat þar og starði í forundran á fólkið þar.
Ægilega lifir maður í einangruðum heimi.
Allt öðruvísi fólk þarna sem talar í prósentum og sölulaunum, er í flegnum skyrtum og með smjörhár.
Einn var með gullkeðju um hálsinn.
Mér finnst gaman að skoða fólk.
En í dag er þrífingadagur (lingó vangeflinganna minna).
(Ég vinn hjá Styrktarfélagi VANGEFINNA og áskil mér því réttinn til að kalla þau vangeflinga).
Ætla að massa sameignina og skella í vél og svo ætla ég að fá taugaáfall yfir því að kunna ekki að elda alla þessa fiska sem liggja í vaskinum mínum en ég þarf samt að elda þá í kvöld.
Hvort heitir þetta rauðspetta eða rauðspretta?
Kann einhver uppskrift með soleiðis fiski?
Svo ætla ég í box, í dag verður þolpróf og ég ætla að reyna að halda ró minni.
Svo kem ég heim og fæ aftur taugaáfall yfir því að þurfa að elda.
Mig vantar kokk.
Og rafvirkja.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home