sunnudagur, mars 28

Öll að hressast

Já þynnkan er að leka úr mér loksins.
Er búin að liggja í rúminu í allan dag og láta mig dreyma um ís og rjóma.
Bedda bauð okkur í Brúðarbandinu í mat og heitan pott í gærkveldi og það var svoooo yndislegt og gaman og flott og frábært.
Hún býr í flottasta húsi alheimsins og á eðlu og heitan pott útí garði og sætasta litla bassamagnara sem ég hef séð og svo eldar hún alveg guðdómlegan mat.
Hún gaf okkur líka endalaust að drekka dökkbleika drykki og megrunarbjór sem við grenntumst alveg rosalega af.
Það var partý innaní mér og utaná mér og allt í kring, blússandi hamingja og gleði og þegar ég skakklappaðist heim til mín klukkan átta í morgun hringdi ég í næstum því alla sem ég þekkti því ég var svo ánægð með þetta góða partý að mig langaði að segja öllum frá því.
Og í kvöld fæ ég að fara með Benna að fylgjast með honum gera útvarpsþáttinn Karate á X-inu.
Hlakkihlakkihlakk!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home