mánudagur, mars 1

Karate

Ég var að hlusta á útvarpsþáttinn Karate á X-inu 97,7 og er alveg himinlifandi.
Ekki (bara) af því að hann spilaði Sid með Brúðarbandinu (juuu en gaman!), heldur af því að þetta er bara alveg drullu góður þáttur!
Var að hlusta í fyrsta skipti í kvöld, en hann er öll sunnudagskvöld frá kl. 23-01.
Andri heitir þáttarstjórnandinn (bróðir hans Birkisins míns sem ég bjó með í Eskihlíðinni pre Dömustaði) og hann spilar alveg frábæra tónlist.
Fullt af stöffi sem ég hef aldrei heyrt áður en er bara alveg upp í mitt húsasund.
Ég hef ekki setið svona spennt yfir útvarpsþætti síðan Snorri og Skúli voru með sína þætti á sunnudagskvöldum á Rás 2 way back in the old days.
Yndislegt.
Einn gestur kom í stúdíóið með kassagítarinn sinn, og það var hann Þórir sem spilar á gítar í Hryðjuverki.
Kemur svo í ljós að hann er með sideprojeckt sem er svona lo-fi-Bonnie Prince-singer/songwriter-dæmi, aaaassgodi fínt!
Ekki grunaði mig að þetta fyndist í honum Þóri, þá hefði ég nú dregið hann útí horn þegar hann kom í Eskihliðina til Birkis, já dregið hann útí horn og hent í hann kassagítar og sagt: "Spilaðu! Spilaðu Þórir einsog morgundagurinn komi aldrei!"
Og Birkir og Árni Freyr hefðu þurft að berja mig niður og sprauta mig með downers til að sleppa Þóri úr þessu spilavíti, en svona hefði það nú samt verið.
I love la musica.
Love it segi ég.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home