"I´m all dressed up and ready to fall in love"

Ég fór á Jón Forseta í gær að horfa á myndir John Waters, missti af fyrstu myndinni Multiple Maniacs útaf boxæfingu en náði að sjá uppáhaldsmyndina mína Pink Flamingos sem fjallar um "the filthiest people alive", og svo var Polyester sýnd og þetta var í fyrsta skipti sem ég sá hana með lyktarspjaldi.
Magnað!
Odorama kallast það og tíu sinnum í myndinni birtist númer á tjaldinu sem gefur til kynna að nú eigi að klóra á númerið og þefa af því.
Þá fann maður lyktina af pizzunni, skunkinum, líminu, prumpinu osfrv.
Og það besta var að þarna gat maður setið og drukkið bjór og reykt og horft á þessar klassamyndir.
Excellent kvöld.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home