fimmtudagur, mars 11

Hljónstir

Vá, var að fatta hver Elvis er og það tók mig í ferð niður Minningagötu.
Hef ekki gert mér grein fyrir því fyrr en núna að ég er faktískt búin að vera í nokkrum hljómsveitum.
Mér líður alltaf einsog hreinni mey í Brúðarbandinu.
En hér kemur listinn:

RAF -- 11 ára með Rannveigu. Spiluðum á tóma konfektkassa og gítargarm sem við skildum ekkert í afhverju var svona falskur. En það skipti ekki sköpum því metnaður okkar fólst í því að mæma Duran Duran lög, og má geta þess að nafn hljómsveitarinnar er komið frá Duran Duran, en þeir kölluðu sig RAF áður en þeir breyttu því í DD. Er nafnið RAF dregið af breskum orustuþotum eða einhverju þvíumlíkt minnir mig...

Medúsa reskrípó -- 16 ára. Meðlimir voru m.a. Orri gítaristi og Sunna söngkona.
Man ekki hver trommaði og bassaði.
Mitt hlutverk var að syngja Mercedes Benz kóver Janisar Joplin.
Hljómsveitin var stofnuð til að taka þátt í hæfileikakeppni NFFA (Fjölbr. Akranesi) og þokkamoðerfokkíngslega vann hana. Á einhverstaðar medalíuna.
Síðan skein sól var í dómnefndinni, við erum að tala um Helga Björns krakkar.

Fyrirbæri -- líka stofnuð fyrir þáttöku í hæfileikakeppninni ári seinna.
Meðlimir voru Sunna sem nú lék á bassa, Anna Halldórs söng og spilaði á fiðlu, Doddi myndlistargagnrýnandi á Morgunblaðinu lék á trompet, Svenni trommaði, Ásgeir Eyþórs las ljóð... hverjir voru fleiri...? Gulli átti allavega eitt lag. Mitt hlutverk var að öskra.
Vorum valin frumlegasta hljómsveitin.
Þetta var soldið skemmtileg hljómsveit.
Er komin með eitt lagið á heilann núna ..."ég synd´ í gegnum ólgandi hafið.."

Nafnlaus með Sunnu aftur á bassa, Pétur Heiðar á gítar og einhver fingralaus á trommum.
Æfingarhúsnæði í Hafnarfirði, held ég hafi farið þangað sirkabát 1 sinni, kóveruðum Dirty boots með Sonic Youth og ég kunni ekki textann alminnilega og fyrirleit sjálfa mig fyrir það.

Hippy Shits með Jónsa á bassa, Loga á gítar þó hann sé massatrommari og Halldór Geir á Q-base.
Hittumst nokkru sinnum í stofunni hjá Jónsa, ég á eina spólu með lagi sem ég kláraði aldrei að semja sönglínuna við.

1000 Millibara lægð með Kiddu Rokk á bassa, Steini úr
Worm is green trommaði, Valgerður söng og Doddy boxþjálfari spilaði á gítar. Þau eru nú í hljómsveitinni Melodikka.
Ég gólaði eitthvað líka.
Þetta band komst á smá skrið, slógum í gegn á Blönduósi til dæmis. Sama kvöld var Unun að spila í Miðgarði í Skagafirði og við hringdum og fengum að hita upp fyrir þau þar.
Eftir það buðu þau okkur að hita upp fyrir sig á nokkrum tónleikum í Reykjavík og á Akranesi. Við vorum geðveikt stolt.
Þetta var árið 1995 og 1996 vorum við hætt.

Skjaldmeyjar flotans með Elvisi, Kiddu Rokk, Jóni Mýrdal, Eygló og Guðveig Take me Home.
Þetta átti að vera sona kontrí en gufaði einhvernvegin upp.

Nafnlaus með Sigurdór á bassa, Stján´ennar Sollu á bongó og einhver hasshaus á gítar.
Þetta var of mikið fjúsjón fyrir mig svo ég droppaði því fljótt.

Svo fór ég til Sverige og Danmark að læra leikhúsfræðina og var bara í leikfélögum.
Fékk reyndar að syngja bakraddir á tónleikum með Kristínu Eysteins á hommastað í Köben '98.
Var í mjög smörtum kjól.
Hér er eitt lag með Kristínu sem Orri tók upp í Árósum haustið 1999.
Hann tók upp 4 lög með henni sem eru massafín og ég fékk að syngja bakrödd í einu þeirra ;)

Þetta er nú slatti.
Ég er nú meiri rokkarinn.

Hurðu jú, svo var það
Chardonney Fuck sem við Eygló og Kidda stofnuðum fyrir 2 árum.
Planið var að vera mest fansí band landsins, ætluðum bara að spila á Alþingisböllum og umboðsmaður Alþingis átti að vera umboðsmaður okkar.
Æfðum aldrei, það var fyrir neðan virðingu okkar.

Og í fyrra stofnuðum við hljómsveitina Þrískipting löggjafavaldsins með undirtitlinum Judge, Jury and Executioner *mynda þríhyrning með fingrunum*
Vorum of fullar til að framkvæma neitt.

Þá var Dömustaðnadúettinn Sísí & Kókó duglegur að bregða sér inná klósett í partýum og semja tækifærislög fyrir partýhaldara.
Flutningur tónverkanna átti sér alltaf stað á tjéðum klósettum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home