Fátæk í Helvíti
Ég er svo fátæk þessa dagana útaf einhverjum vöxtum og drasli sem fylgja íbúðakaupum að ég tók aftur upp ást/hatursamband mitt við Vísa Helvíti.
Stakk kortinu í vasann ca. 10. þessa mánaðar og hef straujað það grimmt útum allan bæ (les. matarbúðir og brennivínssölur).
Í dag lá svo ljómandi vel á mér eftir næturvaktina að ég brunaði beint í skólann og fékk mér svo kaffi og kleinuhring á kaffistofu Norræna Hússins í boði hringavitleysu Vítis.
Skundaði svo í Skífuna og keypti miða á Pixies fyrir 18 þúsund íslenskar krónur, líka á Vítisreikninginn en að vísu þarf ég "bara" að borga 4500 af því.
Þegar þar var komið fannst mér ómögulegt að stoppa svo ég settist í bílinn minn og keyrði á bensíninu, sem ég hafði keypt með vítiskortinu nokkrum dögum áður, beinustu leið í Ikea til að verðlauna mig soldið fyrir fávisku í fjármálum.
Keypti mér sirkabát 128 kerti, 2 mottur, spegil á baðið og mjólkurþeytara að andvirði samtals 4000 íslenskar.
Summa dagsins er því orðin 22,350 og það er ekki enn komið hádegi.
HAAHAHHAAHAHAHAAAAAA!!!!!!
Stakk kortinu í vasann ca. 10. þessa mánaðar og hef straujað það grimmt útum allan bæ (les. matarbúðir og brennivínssölur).
Í dag lá svo ljómandi vel á mér eftir næturvaktina að ég brunaði beint í skólann og fékk mér svo kaffi og kleinuhring á kaffistofu Norræna Hússins í boði hringavitleysu Vítis.
Skundaði svo í Skífuna og keypti miða á Pixies fyrir 18 þúsund íslenskar krónur, líka á Vítisreikninginn en að vísu þarf ég "bara" að borga 4500 af því.
Þegar þar var komið fannst mér ómögulegt að stoppa svo ég settist í bílinn minn og keyrði á bensíninu, sem ég hafði keypt með vítiskortinu nokkrum dögum áður, beinustu leið í Ikea til að verðlauna mig soldið fyrir fávisku í fjármálum.
Keypti mér sirkabát 128 kerti, 2 mottur, spegil á baðið og mjólkurþeytara að andvirði samtals 4000 íslenskar.
Summa dagsins er því orðin 22,350 og það er ekki enn komið hádegi.
HAAHAHHAAHAHAHAAAAAA!!!!!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home