þriðjudagur, mars 9

Diverse

Ó hvað ég vildi að ég skildi þetta og gæti gert eitthvað fiffsplíng og væri svo komin á rassinn.

En það er ekki á allt kosið.
Ég er dugleg í öðru.

Var að koma heim af langri og tilfinningaþrunginni æfingu sem krafðist ferðar á kaffihús til að fá í okkur súkkulaði og rjóma.
Svo var spilað meira og nýjasta lagið tekið nokkru sinnum.
Deeeem hvað það er flott.
Ógisla hratt og töff.
Við erum kúlustu gellur í heimi.

Tónleikar á Jóni Forseta (gamla Vídalín) á fimmtudaginn kl. 20 til styrktar Ísland Palestína
Fram koma:
Dys
Brúðarbandið
Landráð (b.þ.s. Hryðjuverk)
Tokyo Megaplex
Nóttin

Píparinn kom í gær og lagaði sturtuna mína og í dag komu 3 smiðir og löguðu þakið.
Allt er í blússandi hamingju.
Ég er farin í sturtu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home