föstudagur, febrúar 6

Spádómur og viska

Ég á bráðum afmæli og er vassberi.
Vassberinn ég var að lesa hjá henni stjörnuspá sem Adam Sandler gerði og ákvað ég að klína lýsingu hans á vassberum hérna.

Aquarius (Jan 23 - Feb 22)
You have an inventive mind and are inclined to be progressive. You lie a great deal. You make the same mistakes repeatedly because you are stupid. Everyone thinks you are a fucking jerk.


Helvíti satt og rétt.
Þess vegna er ég með vassberamerkið tattóverað á mig.

Mig langar í fleiri tattó...
Tattovering.
Þegar ég var í Sverige fékk ég vinnu á sambýli hvar einn vangeflinganna var ákafur og æstur að kynnast mér meira.
En það truflaði hann soldið að ég væri með tattó, og einhverfur sem hann var þurfti hann að spyrja mig í sífellu hvað ég héti (skrýtið nafn) og hvað ég væri með á handleggnum.
"Sigga, tattovering, Sigga, tattovering..." svaraði ég þangað til hann svaraði: "Siggovering".

Hohoho, you had to be there obviously.
Bleah.

Nanbrauð með kóríander og kaffi.
Ég er bara einsog feitu kallarnir í þáttunum á Skjá einum.
Þegar þeir eru einir heima.
Mig langar í plokkfisk (I make a mean plokkara), en hef ekki tíma fyrir það.
Æfing kl. 18-22 í kvöld og svo næturvakt.
Spilerí annað kvöld og ég held við fáum að jeda þar, en efast um að það verði plokkari.

Fæ mér bara meira nanbrauð þá.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home