föstudagur, febrúar 20

Pussy whipped

Ég er algerlega undir stjórn kattarins.
Nú hefur hún ákveðið að leggja sig í kjöltu minni með hausinn á lyklaborðinu og ég þori ekki að hreyfa mig, reyni að pikka varlega og halda jafnframt vinstri þumli undir höku hennar því hún virðist vilja hafa það svoleiðis.
Ég er hinsvegar orðin meira hörkutól með matargjafir hennar og fæ sko að heyra það frá henni.
Resúltatið er grennri köttur, það er alveg sýnilegt að hún hefur grennst á þessum mánuði síðan við fluttum í piparmeyjaíbúðina.
Fólk er alveg hætt að segja "nei djöööövull er þetta feitur köttur!"
En það eru meiri læti í henni núna.
Hún vill borða meira og situr þorra dagsins við skálina og gargar á mig.
En ég veit að hún er ekkert svöng af því að ég læt stundum þurrmat í skálina hennar á milli mála og hún lítur ekki við því.
Hún vill bara túnfisk og ýsu og Whiskasleðju.
Það sem hjálpar til við megrun hennar er líka hoppið í henni.
Í hvert sinn sem ég fer inn í eldhús að stússast eitthvað hoppar hún upp af afturfótunum í einhverju gleði- og tilhlökkunarkasti.
Og þegar hún fær ekkert fer hún inná bað og nær í þvottapoka úr sturtubotninum og dregur hann blautan inná eldhúsgólf í mótmælaskyni.
(þvottapokinn verður að vera þar af því að vatnslásinn er bilaður).
Samt elska ég hana útaf lífinu.
Aaaah, kisublogg...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home