þriðjudagur, febrúar 17

Læknaðu sjálfa þig

Jö ég er svo veik að ég er að fara til læknis!
Það eru komin helvíti mörg ár síðan ég fór til læknis síðast.
Eða...
neh, það var læknir sem skar af mér fæðingarbletti í sumar.
Ég hef samt enga trú á læknum.
Sumarið 94 fór ég á heilsuverndarstöðina á Barónsstíg því ég vaknaði upp eftir djamm með furðulegt ofnæmi, var öll út í upphleyptum blettum og eini orsakavaldurinn gat verið Elefant-bjórinn eða jarðaber sem ég innbyrgði kvöldið áður.
Læknirinn gat hvorugu svarað og gaf mér gagnslausar pillur (ég er viss um að blettirnir hefðu horfið á sama tíma ef ég hefði sleppt því að éta þær) og ég hef aldrei breyst í blettatígur aftur.
Ári seinna fór ég á slysó í Fossvoginum þegar ég vaknaði eftir djamm með "frosna" hægri hönd.
Gat ekki hreyft hana.
Og hverju svaraði læknirinn?
"Þú hefur verið að lemja einhvern" og myrti mig með augnaráðinu.
"Ég er ekki sú týpa", sagði ég.
"Kemur ekkert annað til greina" sagði hann og sló mig utanundir með augnaráðinu.
Og ég voða þunn og viðkvæm átti ekki til orð yfir hörkunni í manninum svo ég þagði bara yfir þessari illsku.

Þegar ég var 14 ára lærbrotnaði ég.
Lá í strekk í 2 mánuði og fékk útúr því beyglaðan fót.
Læknamistök sem enginn læknir vill bera ábyrgð á.
Held að aðallæknirinn sé meira að segja dauður.
95 minnir mig lét ég taka fæðingarblett af öðru brjóstinu mínu (ég er með tvö) og læknirinn lofaði að ég fengi ekki ör.
2 mánuðum seinna var ég með ljótt ör og læknirinn dauður.
Og svo er enn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home