sunnudagur, febrúar 8

Jömmí

Úff kva var gaman í gær.
Við Brúðarbandsdömur spiluðum á þorrablóti Frumherja í Akogessalnum.
Fönkí nafn. Ég spurði bardömuna útí nafnið og hún sagði það vera búið til úr upphafsstöfum kallanna sem komu þessum sal í gang.
Óheppnir.
Eða vitlausir.
Eníhú, við druslurnar slógum í gegn að vanda, meðalaldur áhorfenda var 45 svo flissið bubblaði inní okkur áður en við byrjuðum.
Helst bjuggumst við við því að kellingarnar myndu hlaupa út haldandi fyrir eyrun og að kallarnir myndu hrista hausinn og segja "þetternú meiri helvíthis vitleysan".
En það var öðru nær, lýðurinn trylltist og elskaði okkur útaf lífinu.

Við erum að safna kallkyns grúppíum og í gær bættist í hópinn slatti af 40+.
Danni Pollock er reyndar líka 40+ en hann er svo kúl að það gengur ekki upp að setja hann í svoleiðis flokk.
En hann er öngvu að síður grúppía Brúðarbandsins, ásamt Sigga Pönk, Bjarna og fleirum, já gvuuuu, ég hitti Jens Guð í gær á karókíbar, hann sagðist vera með þátt á Radíó Reykjavík og vildi ólmur fá Brúðarbandið þangað.
Við fórum nefninlega í karókí í gær eftir giggið (Ég, Kókó, Kata og Guggz) hvar við drukkum ótæpilega bjór og snafs-tilboð og sungum stanslaust frá kl. 23 - 2.
Brill brill brill gaman alveghreintskaljegsegjaþér.
Eignuðumst fleiri karlkyns grúppíur í 40+ flokknum.
Engin fékk að velja sér lag heldur sáu hinar um það og því vissum við aldrei hvaða lag við vorum að fara að syngja fyrr en textinn kom upp.
Ég söng m.a. La Bamba, Lola, Take my breath away og Sweet home Alabama (það var vandað sig við að velja ömurleg lög).
Klukkan tvö var okkur bannað að syngja meira en okkur tókst að grenja út einu lokalagi : More than words með Extreme.
Excellent alveghreint.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home