sunnudagur, febrúar 22

Bollukellingadagur

Af því að karastinn minn er soldið óhefðbundinn bjóst ég nú ekki við neinum blómum í dag, vissi heldur ekki að það væri konudagur í dag.
So kom Árni Freyr uppáhaldsfrændi í heimsókn með blómvönd og bollur handa mér!
Hann er svo lekker ungur maður.
Kann sig svo vel.
Og svo er alltaf svo gaman að tala við hann.
Unnur og Bjarni kíktu líka í stutta heimsókn með stórkostlegar fréttir varðandi Brúðarbandið, og rétt í þessu var ég að fá meil með fleiri skemmtilegum Brúðarbandsfréttum.
Þetta verður allt públíserað síðar á hljómsveitasíðunni, böt oll in oll þé er þetta búinn að vera mjööög skemmtilegur dagur.
Og á eftir að fara batnandi því að í kvöld ætlum við loksins að æfa aftur eftir vikufrí.
Og svo verða allir að muna að horfa á Ísland í dag á Stöð 2 á morgun, því Brúðarbandið mun spila þar bæði fyrir og eftir fréttir.
Tjáhh, meikmaskínan mallar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home