mánudagur, febrúar 2

Allt gott

Búin að lúra með Kisu og horfa á fréttirnar og Kastljósið.
Fyrr í dag sat ég í kastljósstólnum sem Kristján sat í og þóttist vera hann.
Það var gaman.
Það var gaman í sjónvarpinu.
Mættum kl. 12 og rótuðum og fórum svo í smink hjá Rögnu Fossberg (sem ég blótaði fyrr í vetur á Dömustöðum fyrir að gera alla appelsínugula í framan).
Hún hélt sig á mottunni í dag og var öll hin ljúfasta eftir smá sprell í okkur stelpunum.
Hún var nefninlega ekki í skapi fyrir okkur fyrst þegar við mættum.
En það stenst enginn sjarma Brúðarbandsins og hún var farin að samþykkja bleika varaliti á okkur eftir smá stund.
Eftir smink fórum við í kjólana og slörin og þá var fiffað á okkur hárið.
Þar sem við vorum svo margar tók sminkið dálítinn tíma, sem er gott því við sem reykjum gátum skottast í reykherbergi Rúvs og plöggað bandið.
Það tókst það vel að Guðni Már í Popplandi pantaði okkur í live spilerí föstudaginn 13. febrúar.
Þá loksins komumst við í settið sem sviðsliðið var búið að skreyta afskaplega pent fyrir okkur; diskókúla í loftið fyrir framan okkur, svartar teppalagðar súlur í bakgrunni, bleik ljós og reykur.
Renndum laginu Sid 3svar í sándtjekki og svo spiluðum við 3 upptökur af því hvar sú þriðja var best og mun brúkuð í útsendingunni.
Á milli laga skottaðist sviðsstýran til okkar og sagði "Brosiði stelpur! Brosiði!" og við reyndum að gera það þótt erfitt sé eftir svona pöntun.
En svo vildu þau taka meiri myndir af okkur svo þau spiluðu upptökuna okkar og létu okkur mæma með henni 3svar á meðan myndavélakrani sveimaði yfir höfðum okkar.
Þá áttum við ekki erfitt með að brosa, vorum allar í bældu hláturskasti yfir mæminu, og í soltlu sjokki yfir að heyra okkur spila í svona fínu sándi.
Við erum ekkert að sökka.
Ekki djakk.
Þokkafokkíngslega þéttar.
Að þessu loknu var byrjunin tekin upp, þá löbbuðum við inná svið með Jónatann á milli okkar spyrjandi útí bandið, svo sagði hann bless, við klæddum okkur í hljóðfærin og Sunna þóttist telja inní lagið.
Og svo tók við ljósmyndataka af okkur sem krúið þarna heimtaði, þeir voru allir skotinir í okkur strákarnir skalégsegjaþér.
Enda ekki nema von.
Brúðarbandið er brill.
Girlieband Íslenska Lýðveldisins.
Moðah!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home