mánudagur, maí 26

Skólað

Fór á Akranesið um helgina í árgangspartý sem var mega stuðlegt.
Vorum útí sveit og ég dansaði af mér rassgatið, er líka með hálsríg eftir allt heddbangið.
Hnén eru samt í nokkuð fínu standi þó svo ég hafi hoppað fram af sviðinu og slædað eftir gólfinu við Jump Van Halens.
Góður árangur.

Konráð Ari sýndi líka góða takta í morgun en í dag var hans fyrsti leikskóladagur.
Ég fór með honum og við vorum bara í klukkutíma til að byrja með, Konráð skreið útum allt og hélt þrumu ræður yfir lýðnum, trommaði dótinu í gólfið og knúsaði fóstruna.
Af þessu að dæma ætti þetta ekki að vera honum erfitt.
Frekar mér bara.
Hann er engin mannafæla og er mjög spenntur fyrir öðrum krökkum.
Á morgun verum við líka í klukkutíma en ég á að fara út í korter.

Þetta er rosalegt.

4 Comments:

Blogger Ragga Rokkar said...

Jeiiii stöð á árgangs, get ímyndað mér það ;)
Kallinn bara að byrja á leikskóla mikið líður tíminn og við ekki einu sinni búnar að hittast ;);)
Sjáumst nú vonandi þegar Stefanía kemur í ágúst ef ekki fyrr haha.

1:02 f.h.  
Blogger Skrudda said...

Ég er með ónýtar fætur eftir herlegheitin,hálsríg, rennilásinn á kjólnum er fastur í handakrikanum á mér og ég vona að ég sé ekki tábrotin eftir risaklumpa-fætur skemmtilegra dansherra!

12:58 e.h.  
Blogger oskar@fjarhitun.is said...

HALLÓ, DRAUGABLOGG!!!

4:29 e.h.  
Blogger Heiða said...

ég sakna þess að þú bloggir aldrei lengur. vil að allir hætti á facebook og byrji að blogga, það er svo gaman. það er líka hægt að lesa fortíðina...og hugsa um hana í leiðinni. think about it....

5:42 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home