laugardagur, maí 17

Heimska skítapakk Akraness

Mikið er ég fegin að búa ekki lengur á meðal þessara fávita sem búa á Akranesi.
Á umræðuþræði www.akranes.is má lesa fleiri svona hatursfull og heimskuleg innlegg, flest auðvitað undir nafni Magnúsar Þórs Hafsteinssonar sem er leiðtogi heimskra og nískra eiginhagsmunaseggja.
Vinkona mín Anna Lára sýnir þó hetjulega takta og reynir að tjónka við þessum fíflum, gvublessana.

Mér fallast bara hendur þegar ég les svona heimsku, þetta finnst að sjálfsögðu líka á barnalandi en við því er kannski bara að búast.
Þar er enginn greinarmunur gerður á flóttamönnum, nýbúum, farandverkamönnum nema sá að það á enga samleið með félópakki.
Ákaflega gáfulegar umræður.

Fólk stendur í raun og veru og gólar upphátt að það vilji ekki hjálpa brotabroti af fólki sem á hvergi heima og á hvorki til hnífs né skeiðar.
Vill ekki sjá það að hjálpa þessu.
Magnús Þór sagði í Kastljósi að það ætti frekar að hjálpa þeim á heimaslóðum.
Sýnir bara hvað hann veit ekkert hvað hann er að tala um, þetta fólk ,,býr" í flóttamannabúðum. Ergo það á hvergi heima.

Djöfull sem þetta heimska pakk gerir mig reiða.

Það á frekar að hjálpa þeim sem hjálparþurfi er heimavið, -- nei ég er hætt núna, er orðin sjóðandibandvitlaus af reiði.

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Kannski er málið að finna 60 brottflutta Skagamenn sem lýsa yfir því að flóttamennirnir megi fá þeirra pláss.

12:39 e.h.  
Blogger Sigga said...

Vó, ég var búin að ákveða að bæta því við en þú varst á undan mér!

Ég lýsi því hér með yfir að ég afsala mér og ánafna flóttamanni/mönnum öllu því rými sem ég hefði ella nýtt mér hefði ég búið áfram á Akranesi.
Á þar við störf mín og makans, íbúð, leikskólapláss, strætósæti, pláss á götum, gangstéttum, biðröðum í bónus sem og allt annað sem ég og mitt krú hugsanlega hefðum notað.

12:45 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég skammast mín alveg oní tær fyrir þetta pakk,en þetta er ekki bara bundið við Akranes.Samkvæmt skoðanakönnun Visis þá eru 68% þjóðarinnar sammála Magnúsi og er ég viss um að það dreifist jafnt yfir landið.Það sem mér finnst sodið fyndið við umræðuna hérna,er það að fólk virðist halda að ef þessar konur komi hingað á föstudegi,þá verði þær mættar í vinnu í HB á mánudegi og börnin komin á leikskóla.Og sú fyrsta þeirra sprengir sig í loft upp við sjómanninn á miðvikudegi.En svona er þetta,fólk er fífl.

5:19 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég vona bara svo innilega að hjarðmennin sveiflist ekki með populistanum og hræðsluáróðurstrúðnum Magnúsi. Ég hafði veður af því að komnir væru í gang undirskriftarlistar á Akranesi þar sem komu þessa fólks væri mótmælt. Það hryggir mig. Ég vona að þetta verði eins og í kærleikshreiðrinu Ísafirði þegar balkansskaga flóttafólkið koma þangað. Þar tók samfélagið sig saman og sá til þess að hver einasta fjölskylda fékk stuðningsfjölskyldu sem sá til þess að fólkið lærði á grunnþætti samfélagsins ásamt því að veita því selskap. Hæst glymur í tómri tunnu og ég vona að það sé þannig hjá Magnúsi, þ.e. að það sé engin innistæða fyrir þessu hjá honum og að tekið verði vel á móti þessu fólki.

Kv. Árni F.

10:14 f.h.  
Blogger Edilonian said...

ohh Sigga ég er svo innilega sammála þér!
Ég heyrði í þeim Magnúsi og Gísla á rás 2 um daginn og ég var bara alveg gáttuð á ofsanum í Magnúsi.
Og nákv.lega eiginhagsmunaslepjur! Sjitt hvað ég varð pirruð yfir þessum smánarlegu áhyggjum hjá þessum Þorvaldi, hver á að borga og hvort það verði ruðst fram fyrir þau í röðinni! Þetta er spurning um að bæta lífskjör,ef hreinlega ekki að bjarga lífi annarra. En nei okkar velmegunarbelg er ógnað og þá er hægt að mótmæla harðlega!! Ég bara skil ekki hvað liggur þarna að baki annað en mannvonska!

1:44 e.h.  
Blogger Edilonian said...

jesús minn og ég hélt áfram að lesa...djöfull er Magnús geðveikur og samræðurnar á lágu plani hjá honum!
jæja ætla að hætta að froðufella hérna. Ég bið að heilsa köllunum þínum, svo langt síðan ég hef séð ykkur:-p

1:48 e.h.  
Blogger Sigga said...

Æ já þetta er alveg ótrúlega sorglegt og aumur hugsunarháttur að baki þessu.
Og ,,góðu skagamönnunum" er vorkunn að þurfa að sitja undir þessum ljóta stimpli sem bærinn hefur fengið á sig, því auðvitað eru fæstir þar slíkir rasistar.
Einmitt, það glymur hæst í tómri tunnu.

Í gær þegar við vorum á leið til Reykjavíkur eftir stutt Skagastopp keyrðum við upp úr göngunum og sáum stuttu síðar tvö stór skilti með rasískum boðskap ættuðum frá Sviss.
Þessum með svörtu og hvítu kindunum á.
Ógeðslegt ástand.

5:01 e.h.  
Blogger Sigga said...

Fjúkk, sá í kvöldfréttum að rasistaskiltin voru ,,lizt".

En Logi - þessar skoðanakannanir á Vísi eru ekki marktækar, ekkert mál að svindla.
Og Magnús hefur örugglega kosið oftar en einu sinni :)

Hins vegar voru Skagamenn í kvöldfréttum ekki alveg nógu smart.
Af hverju í ósköpunum halda allir að það eigi að taka eitthvað af þeim til að gefa einhverjum útlendingum dótið þeirra?
Og röksemdin - ,,maður kemst ekki á eina pöbbinn hérna því hann er fullur af pólverjum" !!!

For kræjíng át fokkíng lád!

9:56 e.h.  
Blogger Guðlaug Björk said...

Sigríður ég má til með að taka þátt í þessari umræðu.
Stundum skil ég bara ekki hvað fólk er að blaðra hástöfum út í rassgat og vita síðan ekkert um hvað það er að tala um, hvað þá um bakgrunn málsins. Svona hei ég er með skoðun sem er ekki byggð á einni einustu röksemd eða vitneskju um eitt eða neitt...rétt eins og það sé bara verið að velja milli seríos tegunda eða eitthvað álíka heimskulegt. Ég vil svona en ekki svona af því bara.
Leiðnlegt að sumir fá svo að tala svona í nafni bæjarfélags síns. Hei og að komast ekki á pöbbinn fyrir pólverjum.....æi vá er hann heimskur. I pitty the fool.
Kv Gulls bekkjarsyss

12:35 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home