Jæja, nú mega viðkvæmir og pempíur hætta að lesa því hér kemur loksins sagan af fæðingu Konráðs Ara.
Þriðjudaginn 3. júlí vaknaði ég kl. 7 um morguninn með fyrirvaraverki. Ég hafði fundið fyrir þeim öðru hvoru í margar vikur en þennan dag voru þeir eitthvað öðruvísi. Ég spáði samt ekkert meira í því þó svo ég væri gengin 6 daga yfir settan tíma, sofnaði aftur og svaf til að verða 11.
Um hádegi voru verkirnir orðnir tíðari og smá blóð. Við fórum þá til mömmu sem var nú viss um að ég væri farin af stað. Anna systir hringdi uppá fæðingardeild til að spyrja út í blóðið og ljósmóðirin sagði að það væri af því leghálsinn væri farinn að undirbúa fæðingu. Mamma og Anna sys voru alveg að springa úr spenning en ég var bara poll-róleg. Átti tíma í mæðraskoðun klukkan hálf fjögur og hafði hugsað mér að spjalla þar bara við Helgu Höskulds ljósmóður sem tók á móti mér um hvað væri að gerast, já og hvort það væri bara nokkuð að gerast, hvort þetta væri ekki bara eitt platið enn.
Verkirnir voru ekkert ógurlegir þó svo þeir væru nú að koma með 5-10 mínútna millibili svo ég var eiginlega ekkert að trúa þessu. Ég hafði alltaf heyrt og lesið að verkirnir ættu að vera ógeðslegir og kúlan ætti að harðna svo mikið en ég kannaðist ekki við neitt af þessu.
Við Benni ákváðum að taka smá göngutúr í sólinni niður að Langasandi. Þegar þangað var komið settumst við á bekk og spjölluðum við Bjarna Jóns nágranna okkar. Verkirnir ágerðust þarna og þegar hann spurði hvenær ég ætti von á mér sagði ég ,,bara núna held ég” og trúði því loksins að þetta væri að gerast.
Klukkan 14 lét ég til leiðast að kíkja upp á deild til að fara í mónitor. Útvíkkun var þá komin í 3 og leghálsinn 1 cm. ,,Allt að gerast” sagði ljósan, ,,þú ræður því hvort þú farir út og komir aftur eða verðir bara hér þangað til verkirnir taka að harðna”.
Við ákváðum að fara út og fá okkur ís og settumst svo í bakgarðinn hjá Önnu sys. Þar tóku verkirnir að herðast töluvert og mér fannst gott að standa á móti Benna, halda í hendurnar á honum þannig að hann styddi við mig á meðan ég þrýsti höndunum niður á móti. Svo önduðum við saman haföndunina sem ég lærði í meðgöngujóga og þetta var bara ekkert mál.
Þegar Benni sagði ,,þetta er soldið vont þegar ég er með giftingahringinn” fannst okkur tími til kominn að kíkja aftur upp á deild. Klukkan var þá að verða 16, mamma tók giftingarhringinn í sína vörslu og ég bað Önnu sys hringja og afpanta tímann í klippingu sem ég átti klukkan hálf sex.
Ný ljósmóðir, Erla Björk, tók á móti mér uppi á deild og var hún með okkur allan tíman. Hún bauð mér að fara strax í róluna sem ég og gerði og fannst algert æði, hékk þar og dinglaði mér á meðan ég andaði mig í gegnum verkina. Benni stóð hjá mér, andaði með mér og gaf mér vatn og ljósan fylgdist bara með, hrósaði mér öðru hvoru en skipti sér annars lítið af.
Tveimur dögum seinna þegar við töluðum saman um fæðinguna sagði hún mér að hún hefði aldrei þurft að mæla eitt eða neitt hjá mér, hún sá það alltaf á mér hvar við værum stödd í ferlinu og að það væri augljóst að ég hefði verið í meðgöngujóga (allir í jóga!). Og í mæðraskýrsluna skrifaði hún ,,konan höndlaði fæðinguna mjög vel". Híhíhí.
Eftir sirka klukkutíma í rólunni spurði hún hvort ég vildi ekki fara í pottinn núna, og það var einmitt það sem ég vildi. Benni setti Llhasa undir geislann og ég lagðist í pottinn. Ljósan sat öðru megin við pottinn og Benni hinu megin og þau héldu í hendur mínar. Þegar hríðarnar komu þrýstu þau á punkt á milli þumals og vísifingurs sem dempaði verkinn og ég andaði haföndunina, það var galdri líkast hve það auðveldaði allt. Þarna lá ég í sirka klukkutíma og hafði það bara fínt, inn á milli hríða spjölluðum við saman eða þögðum, ég söng mikið sagði ljósmóðirin mér seinna.
Klukkan 18 fór ég uppúr og aftur í róluna. Ég fékk núna glaðloft og Sigurrós á fóninn eftir að ég hafði sungið sjálf nokkru sinnum jógamöntruna May the long time sun. Fljótlega fann ég fyrir rembingsþörf og sagði skipandi ,,ég vil fara á fjóra fætur, núna!” og þá var rúmið bara lækkað fyrir mig og ég skreið uppí það. Ljósan hækkaði rúmgaflinn upp þannig að ég var eiginlega á hnjánum og hékk yfir rúmgaflinn og hélt dauðahaldi í glaðloftsgrímuna en gleymdi samt að anda að mér úr henni þangað til ljósan minnti mig á það. Þarna vorum við sko að tala um nýjar víddir af verkjum! Allt í einu fannst mér ég ekki lengur hafa jafn mikla stjórn á ferlinu og áður og ég fylltist vonleysi og gargaði ,,Díses kræst, þetta er ekkert hægt manneskja!” Þá setti ljósan mín andlit sitt upp að mínu og sagði; ,,þetta eru síðustu sentímetrarnir af maraþoninu. Komdu með höndina og finndu höfuðið”. Ég fór niður með höndina og fann fyrir litlu og klístruðu höfði og fylltist nýrri orku og trú, snéri mér við og settist einhvern vegin og rembdist síðan af öllu afli. Öskrin minntu Benna á The Exorsist.
Klukkan 19:05 mætti svo hann Konráð Ari í heiminn, öskrandi og pissandi!
Fylgjan kom um hálftíma síðar og þá var ég saumuð, ég rifnaði víst eitthvað smávegis en fann ekkert fyrir því.
Við litla og splúnkuknýja fjölskyldan fengum svo að vera í friði og ró þarna í rúminu sem hann fæddist í, Billie Holiday söng í bakgrunninum, Konráð Ari fann brjóstið og saug og við foreldrarnir áttum bara ekki til orð yfir þessu kraftaverki.
Í dag eru þetta mínar sælustu minningar, að rifja upp fæðinguna, og það þrátt fyrir að mér hafi í örskamma stund fundist þetta algerlega ómögulegt. Lengst af var ég nefninlega bara í góðum fíling, fór algerlega inní mig og var bara eitthvað svo primal. Algert æði.
Ég gerði mér enga grein fyrir því á meðan ég var í meðgöngujóga hversu mikil áhrif það hafði á mig, í tímunum var ég nefninlega oft flissandi innaní mér yfir þessu jógabulli.
Svo ef þú ert ólétt skaltu hundskast í meðgöngujóga hjá Auði í Lotus jogasetur. Núna.
14 Comments:
bjútífúl!
ótrúlega skemmtileg lýsing hjá þér og frábært hvað þetta gekk vel. Í minningu minni var þetta líka svona (næstum) ljúft .....
yo girlfriend.
Takk fyrir að deila þessari fallegu sögu. Mjög inspírerandi.
Hilsen.
ak
En gaman hjá þér,verð bara að skrifa komment því það koma japanskir stafir
jahá, コメントの投稿
個人情報を選択
アカウントを使用することもできます
Gaman að lesa, yndisleg upplifun ;)
Takk fyrir það, gaman að inspírera ;)
En Ragga, okkuru get ég ekki lesið bloggið þitt??
Mig langar svo mikið að mér langar.
Auður og meðgöngujógað er indislegt,algjörlega! Ég hefði áreiðanlega gert einhverja bölvaða vitleysu ef ég hefði ekki verið búin að fara á námskeið hjá henni.
Heiða
Já siggan mín mig vantar e-meil frá þér svo ég geti gefið aðgang :)
Skelltu á mig meili á raggaha@hotmail.com !!!
Amazing, fjúff, átök. Þú hefir staðið þig eins og professional fæðingari. Gott að setja svona á blað, maður gleymir þessu svo fljótt. ég man ekkert eftir fæðingu Mána því miður, einsog það hefði aldrei gerst næstum því!...kannski er hann ekki minn..!nei jú hann er minn. Enn rossalega skemmtileg saga, og enn skemmtilegri þegar ég ímynda mér Benna í öllum ástökunum.
Sko þar sem að ég er amotör í barneignum að þá heillar það mig meira að fá mér bara kettling :)
WEll enda hef ég heyrt að höfðingi fæðist bara einu sinni á áratug !!!
þannig að ég hef ákveðið að bíða hahaha.
knús á Ykkur kveðja "kaupóða SaraN"
Ég er bara voða þakklátur að það hafi ekki fylgt myndir með þessari sögu..
Valtýr/Elvis2
Hehe hérna er fín mynd af fylgjunni handa þér http://www.123.is/album/display.aspx?fn=konradari&aid=152019
Vá æðileg saga.. Ég táraðist. Nú sit ég einmitt heima hjá mér með fyrirvaraverki og bíð eftir að eitthvað gerist. Ég er ekkert smá ánægð með að hafa skellt mér í jóga hjá Auði. Mæli með því maður.
Love Kidda
Skrifa ummæli
<< Home