þriðjudagur, júní 19

Sæta bumba



Mér leið svo gordjöss í gær að ég reif mig úr að ofan og gargaði á Bennann að taka mynd.
Fannst bumban mín æði.
Og hún er það.
Og hún er ennþá utaná mér.
Fór í mæðraskoðun í dag allt er bara í ljómandi blússandi velmegun, krakkinn fínn og blóðþrýstingurinn kominn niður.
Ég hef lagt mikinn metnað í góðan blóðþrýsting þessa meðgöng svo það var gleðiefni.
Ég er sumsé komin heim í nokkra daga og ætla svo aftur uppá Skaga þegar Benninnsinn er kominn í frí.
Held að krakkinn sé hættur við að koma strax þó svo vaggan sé tilbúin.
En það bíttar ekki.
Ég elska sólina og fólkið og ætla út að borða á eftir.

11 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Jésú Pétur, hvað þú geislar, Sigga mín og bumban er orðin mjög myndarleg!! Vona að allt eigi eftir ganga vel, við bíðum spenntar hérna á Sólvallagötunni.
Knús, Dísa

7:15 e.h.  
Blogger Kata said...

Bjútí bumba elsku Sigga. Litli tónelski þjóðhöbðinginn á nú líka ekki annað skilið.

Ég vil þig á msn!

Eða senda email!

og ég læt tattúvera á mig fallega ljóðið sem þú samdir til mín.

Ást og undursamleiki

9:58 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sjæse hvað þetta er mögnuð bumba Sigga! :)

Valtýr

12:04 f.h.  
Blogger Guggan said...

Þetta er metsölu-gullmedalíu-bumba!
Ég heimta að fá að kíkja einu sinni í kaffi áður en allur æsingurinn byrjar.

9:08 f.h.  
Blogger Sigga said...

Þeinkjú gæs!
Djövull fíla ég svona komment...

11:37 f.h.  
Blogger Alda Rose said...

þú ert eins og útsprungið blóm, alger gorgeous! ÉG er svo ánægð að hafa barið á þig augum allavega einu sinni áður enn bumban verður að einstaklingi.
Takk fyrir samveruna í gær, hún var yndislega og ekkert síðra enn það.

Gangi þér vel mar og vertu viss um að þú komist á msn á fæðingardeildinni tils að updeita fyrir okkur hin, hahaha, ég meina í minnsta lagi sko.

kissi kissi

Alda

2:15 e.h.  
Blogger Skrudda said...

Þú ert gordjus Sigga mín! Mikið er þetta glæsileg mynd af ykkur tveimur!

Knús

Sunna

9:30 f.h.  
Blogger Oskar Petur said...

Æðisleg bumba, fer að styttast íetta, mar!!!

Rosalega ertu líka sólbrún og sælleg að sjá.

10:59 f.h.  
Blogger Hel said...

http://www.babyrockrecords.com/

tjekkitát

11:38 f.h.  
Blogger Sigga said...

Takk Alda og sömuleiðis, bjútífúl móment ;)

Og Hel - þessi síða er snilld!

3:37 e.h.  
Blogger Dýrið said...

vá hvað þú ert sæt með þessa fullkomnu bumbu! Eflaust afar fullkomið barn innanborðs!

Kveðja frá london.

Kristin og Kata

12:04 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home