föstudagur, júní 8

Óléttulíf

Já, óléttar konur verða að blogga segir hel og ég bara bregst við því, vessgú.
Það er bara svo lítið að blogga um þegar maður er óléttur finnst mér, ég er voðalega inní mér og get setið og horft á þetta magaflykki mitt tímunum saman, reyni að ímynda mér hvort þetta sé hönd, fótur eða rass sem er að mjaka sér til og frá innaní mér.
Furðulegt ástand.
Svo fæ ég reglulegt samviskubit yfir því að vera nú ekki að vinna eða að massa og þá fer ég að massa, þríf geymsluna til dæmis og hendi drasli í Sorpu og drepst í bakinu að launum.
En tvisvar í viku fer ég í meðgöngujóga og kyrja þar eins og fáviti, legg mig reglulega, nenni ekki út á kvöldin og jamm þetta er mjög egósentrískt líf hjá mér þessa dagana.
Nú eru tæpar 3 vikur í settan dag og ég er ekkert að fríka rosalega yfir því.
Jógað er að róa mig massívt, ætla bara að anda gebba vel og prufa allar stellingar og vera gyðjan og ef allt klikkar þá fæ ég bara mænudeyfingu.
Ekki málið.
Ætla uppá Skaga að massa þetta, þar er róla til að hanga í, stórt baðkar, kunnugleg andlit og ég má koma með boltann minn.
Mejöög furðulegt ástand.

5 Comments:

Blogger Hel said...

takk fyr öppdeitið, furðulegt ástand já og enn furðulegra verður það þegar furðuverkið birtist

8:46 e.h.  
Blogger Óli said...

Hvaða bolta erum við að tala um?

7:58 f.h.  
Blogger Sigga said...

Jú sjáðu til Óli, við erum að tala um stóran og grænan bolta sem er alveg gebba gott að sitja á og mýkja á sér mjaðmirnar sínar.
Svo segja Þeir að þetta sé sniðugt að hafa með í hríðunum, rugga sér í lendunum og eitthvað drasl.

4:02 e.h.  
Blogger Skrudda said...

Ötluðum við ekki að massa hitt?
(Sorrí en hér kemur lítil ræða.)

Hurðu, var brjál að gera og sit með dótið sem ég ætlaði að færa þér. Ertu komin með vagn? Kannski get ég reddað þér einum á slikk ef þú ert ekki að deyja úr pjatti. Manni er nefnilega sama áður en barnið fæðist en svo þegar það er fætt þá setur maður það ekki í hvað sem er ekki einu sinni bílstól sem er ekki nýr en...ég beit á jaxlinn af mikilli hörku því það er erfitt að fara með nýtt líf út í umferðamengun og nýtt notað dót. Það (barnið) er heilagt!

Öngvu að síður... láttu mig vita áður en þú ferð á skaganesið svo ég geti rétt þér hluti. Spurning hvort við höfum ekki fatahitting heima hjá mér því Solla vill lána þér hluti sem eru huxanlega í poka hjá mér.

Já og svo nýjasta nostalgían mín sem er smá riddddle því ég sleppti intróinu mmmoooaahhhhahahahah:

They were the best times, the harvest years with jam to lace the bread
So goodness, goodness knows why I'd throw it to the birds
But there it is, and there we are
And all I ever want to be is far from the eyes that ask me

In whose bed you gonna be and is it true you only see
Desire as a self-figured creature who changes her mind ?
Desire as a self-figured creature who changes her mind ?
It's perfect as it stands so why then crush it in your perfect hands ?
Desire as a self-figured creature who changes her mind ?
I've got six things on my mind you're no longer one of them
I've got six things on my mind you're no longer one of them

So tell me you must have thought it all out in advance
Or goodness, goodness knows why you'd throw it to the birds
You mock the good things, you play the heart strings, play them one by one

But there it is, and there we are
And all I ever want to be is far from the eyes that ask me

In whose bed you gonna be and is it true you only see
Desire as a self-figured creature who changes her mind ?
It's perfect as it stands so why then crush it in your perfect hands ?
Desire as a self-figured creature who changes her mind ?
In whose bed you gonna be and is it true you only see
Desire as a self-figured creature who changes her mind ?

I've got six things on my mind you're no longer one of them
I've got six things on my mind you're no longer one of them
It's perfect as it stands so why then crush it in your perfect hands ?
Desire as a self-figured creature who changes her mind ?
Desire as a self-figured creature who changes her mind ?
I've got six things on my mind you're no longer one of them


MASS

6152454

1:12 f.h.  
Blogger Sigga said...

Kvakva, bara prefab sprout nostalgía, sweet :)
Ég er bara á leiðinni uppá Skaga núna og kem ekki aftur fyrr en eftir helgi líklega, skrepp bara hingað í jóga tíma og svo aftur uppettir.
En vagn vantar okkur ekki, hann er á leiðinni, danke schön.

3:38 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home