Hoss og hopp og hí
Við skruppum á norðurlandið um helgina á ættarmót.
Neyddumst til þess að keyra Hrútafjörðinn sem hið alræmda glæpabýli Borðeyri liggur við.
Sáum sem betur fer engar hasspípur eða önnur eiturlyfjatæki enda vorum við hinum megin við fjörðinn og skýldum fyrir útsýnið með höndunum.
Þetta var hræðilegt.
En ættarmótið var yndislegt, ekki annað hægt hjá eins söngelskri og athyglissjúkri ætt eins og minni. Tveir gítarar, tvær fiðlur, tvær nikkur og sextíu einsöngvarar.
Hossuðumst eins og við gátum í holum á sunnudeginum svo að ég var send á sjúkrahús með samdrætti og heimsmet í blóðþrýstingi þegar leið á kvöldið.
Ekkert barn komið ennþá en ég á bara að chilla þangað til.
Hvíla mig á fjegurra tíma fresti!
Það þýðir að ég get ekki verið heima hjá mér, heimili mitt dregur fram hreingerningarbrjálæði í mér svo ég er farin á hótel mömmu, a.m.k. þangað til Benedikt hættir að spila á tónleikum út um allt land.
Vonandi kemur krakkinn ekki á meðan hann er að spila á Borgarfirði eystri.
Neyddumst til þess að keyra Hrútafjörðinn sem hið alræmda glæpabýli Borðeyri liggur við.
Sáum sem betur fer engar hasspípur eða önnur eiturlyfjatæki enda vorum við hinum megin við fjörðinn og skýldum fyrir útsýnið með höndunum.
Þetta var hræðilegt.
En ættarmótið var yndislegt, ekki annað hægt hjá eins söngelskri og athyglissjúkri ætt eins og minni. Tveir gítarar, tvær fiðlur, tvær nikkur og sextíu einsöngvarar.
Hossuðumst eins og við gátum í holum á sunnudeginum svo að ég var send á sjúkrahús með samdrætti og heimsmet í blóðþrýstingi þegar leið á kvöldið.
Ekkert barn komið ennþá en ég á bara að chilla þangað til.
Hvíla mig á fjegurra tíma fresti!
Það þýðir að ég get ekki verið heima hjá mér, heimili mitt dregur fram hreingerningarbrjálæði í mér svo ég er farin á hótel mömmu, a.m.k. þangað til Benedikt hættir að spila á tónleikum út um allt land.
Vonandi kemur krakkinn ekki á meðan hann er að spila á Borgarfirði eystri.
9 Comments:
Jiiiisús kona. Þetta er æsispennandi.
Mammasín er náttúrulega langbesti staðurinn þegar svona stendur á. Verður Benedikt ekki rassskelltur niðri á Ingólfstorgi ef hann verður á Borgarfirði Eystri?
Ást frá Vín
úfff..magnað,, ætlaru svo að vera með síðu á barnalandi?
Sendi baráttukveðjur, vatn er æðislegt til að eiga í og ipod með rokki og róli er góður í hríðunum, get m.a.s. sagt þér að Brúðarbandið virkaði vel.
Ég gleymdi að nota boltann minn en blés hann samt upp.
Uss hvað er að heyra!
Vonandi er þráðlaust net á sjúkró svo þú getir bloggað um hæl!
Hehe það er allt rólegt enn þá, er ekkert komin á sjúkrahúsið heldur chilla bara hjá mömmusín.
Ljúfa - takk, ég hef fulla trú á vatninu einmitt og er að spá í að neita að fara upp úr pottinum ef ljósurnar vilja það. Hvæsi á þær ,,skín í tennur, blóðið rennur..."
ferlega hress.
Kata - hvar er bloggið þitt??? Koma soh!
Og auðvitað rasskelli ég ekki bennann sinn, hann sér bara um það sjálfur.
Kötukvæði:
Kyssikyss,
ég saknaðín
hata vín
koddu heim.
Gangi þér/ykkur rosa vel. Þú ert á besta stað í heimi til að fæða molann þinn, get lofað þér því ;-)
Var að koma heim frá Ítalíu með Júllu og Ídu úr karateferð og erum við útbitnar á ýmsum stöðum........Fer svo til Norge í næstu viku á aðrar æfingabúðir þannig að þú verður að setja inn stóru fréttirnar á veraldarvefinn þegar molinn mætir.(það er talva fyrir almenning niðri hjá sjúnalageymslunum á hospítalinu;-))
Knús,
Helga Arnar
hey....hvað er að gerast..spennan er óþolandi
Ekkert að gerast, allt í gúddí bara :)
Já og takk fyrir tipsið Helga, ég tékka á þessu :)
Skrifa ummæli
<< Home