laugardagur, júní 30

Ekki enn enn

Gengum í sjónum í gær endilangan Langasand, langi langi sandur er langur og smartur, ekkert svo kaldur á köflum og vakti margar gamlar og góðar minningar.
Benni, Simmi og Annasys drógu mig af stað.
Fólk getur ekki séð mig í friði, ég þarf að hamast öllum stundum svo krakkinn komi út.
Ég held hins vegar að hann vilji bara rólegheit og komi þegar ég fæ að slaka fokkíngs á!
Jáneinei.
Ég er ekkert komin svo marga daga fram yfir, er alveg chilluð þó svo allir séu að bilast í kringum mig.
Sæta fólk.
Það er of heitt á pallinum hjá mömmu, 60° hiti held ég bara.
Í dag ætlum við að rúnta eitthvert uppí Borgarfjörð í grill hjá tengdó í sumó.
Sweetó í sveitó.


Ps. takk fyrir allar kveðjurna, gebba gaman að heyra í ykkur öllum, tala nú ekki um gamlar geitur eins og Stefaníu, Röggu (gvu til hamó sjálf!), bakpokadýrum og fleirum!
Knús á ykkur öll.

4 Comments:

Blogger Ragga Rokkar said...

Knús á þig tilbaka og takk ;)
Krílalingur kemur sko bara þegar hann er tilbúinn er þaggi ;)
Gangi þér vel og fylgist spennt með skvís !!

8:38 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

nudda geirvörturnar segja þeir....!!

2:04 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Slaka á með nammi og góða bók, stunda kynlíf ef þú nennir. Það er ekkert víst að barnið komi fyrr en þú getur a.m.k. gert eitthvað skemmtilegt á meðan þú bíður.

1:19 f.h.  
Blogger Skrudda said...

Ég er á leiðinni á Skagann eftir helgi. Kannski að ég fái að kíkja ef þú ert ennþá með bumbu annars kíki ég bara á fyrrum bumbubúa.

12:51 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home