laugardagur, maí 26

Frétt ársins

Tekið af strandir.is:

Sveinn Karlsson | 25/05 2007 | 07:46
Hasspípa á víðavangi PDF Prenta Tölvupóstur
Image
Fyrir nokkrum dögum var Guðný Þorsteinsdóttir á Borðeyri á rölti eftir þjóðvegi 61 skammt frá Borðeyri. Rak hún þá augun í óvenjulegan hlut í vegkantinum. Við fyrstu sýn virtist vera um venjulega gosflösku að ræða, en þegar betur var að gáð reyndist þetta vera gosflaska sem haganlega hafði verið breytt í einhverskonar reykjapípu. Mjög trúlega er um hasspípu að ræða, sem þarna hafði verið fargað.

Eins og nafnið gefur til kynna þá er hasspípa áhald sem er notað við dópneyslu, en ein og sér er hún alveg meinlaus greyið, ef ekkert er í henni hassið. Mun alvarlegri tækjum og tólum sem viðkoma dópneyslu er eflaust oft kastað á víðavangi og af þessu tilefni er rétt að vara sérstaklega við því.

Image

Guðný Þorsteinsdóttir með hasspípuna - ljósm. Sveinn Karlsson

10 Comments:

Blogger Alda Rose said...

ÞETTA ER HRÆÐILEGT, ÉG ÞORI EKKI AÐ KOMA TIL ÍSLANDS. Ætlið þið í alvöru að ala upp barn á svona slóðum. DÓPISTARÍKI segi ég bara, þetta er sko ekki svona hér í Berkeley, nehei, glæpatíðnin á þessum slóðum er sko með þeim lægstu í USA.

4:13 e.h.  
Blogger Sigga said...

Þetta er rosalegt maður, ég þori ekki lengur að fara út á land.
Alla vega ekki ein í bíl.

10:13 e.h.  
Blogger Ragga Rokkar said...

Haha eitthvað er nú lítið að gera þarna fyrir norðan, þetta er náttúrulega stórfrétt í svona litlu plesi.
Söknuðum þín í gær skvís, var rosa gaman heima hjá Eygló ;)
Bið að heilsa bumbus.

4:41 e.h.  
Blogger Sigga said...

Tjáh, ég hefði nú mætt hefði ég vitað af þessu...
Bumbus dillar kveðju til baka ;)

12:40 f.h.  
Blogger Ingimar said...

Á mínum slóðum er heróín málið, enginn myndi kippa sér upp við hasspípu.

1:39 e.h.  
Blogger Ragga Rokkar said...

Æ á ég að trúa því ? Ég hélt að þú hefðir vitað af þessu.
Spurði hvar þú værir og þá var sagt að þú værir á skagen.
Nú er ég svekkt systir !

1:25 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jiminn ég er miður mín..ég var alveg viss um að ég hefði sagt þér frá þessu! Er ég farin að kalka?

3:18 e.h.  
Blogger Ragga Rokkar said...

Haha skamm glói ;)
Þetta er ábyggilega aldurinn, ég á við þetta sama að stríða.
En við eigum pottþétt eftir að hittast aftur, verðum að halda Frævunum við :)

8:55 e.h.  
Blogger Guggan said...

Mér finnst þessi Guðný afskaplega skuggaleg.

9:50 e.h.  
Blogger Hel said...

óléttar konur verða að skrifa hvernig gengur!..maður er spenntur

4:08 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home