miðvikudagur, apríl 11

Póletík og líf

Jæja þá er kominn tími til að ég tjái mig um póletík og lífeð per se.

Það sem angrar mig mest þessa dagana er þessi keppni hjá rúv og stöð 2 í að birta skoðanakannanir úr hvaða pínilitla skítakjördæmi sem er töttögöogfemmsennum á dag og endalausar umræður og umfjallanir um eitthvað djövelsens fökk sem breytist dag frá degi, ekki síst af því að allar þessar niðurstöður úr skoðanakönnunum hafa áhrif á næstu niðurstöður næstu skoðanakönnunar.
Mein gott og svona mun þetta ganga næstu fjórar vikurnar.

Það sem gleður mig sem mest þessa dagana er hins vegar mun fleira og betra.
Til dæmis það að vakna á morgnana og eyða dágóðri stund í að glápa á magann sinn bögglast fram og til baka og upp og niður eins og í Alien.
Og vistvæn stefna Reykjavíkurborgar, á dauða mínum átti ég von!
Ég hlakka til að hanga fríkeypis í strætó í haust.
Um daginn bakkaði ég á kyrrstæðan bíl og fékk taugaáfall enda er ég besti bílstjóri alheimsins og sá þetta því ekki fyrir. Kenni óléttunni um.
En hvað um það, síðan þá hef ég hatað bíla.
Þeir klessa bara á.
En við erum að tala um gleðiefni.
Meiri gleði vekur að bráðum frumsýnist þessi mynd og ég hlakka mikið til að sjá hana, ekki bara af því að leikstjórinn er sætur og skemmtilegur heldur líka af því að efnið er sjaldgæft í bíó, ég ætla að draga bekkinn minn í bíó.
Svo eru vitleysingarnir í amaríku farnir að blogga og monta sig af sólríku lífi í The Icefornia Saga, algert tímamótaverk.

Sko mig, bara búin að blogga böns.
Og ekki nema bara í gær sem ég var að hugsa á meðan ég reyndi að drösla mér og mínum aukakílóum upp stigann: ,,mikið deejööööövölle er leim að blogga."
Aldrei veit maður ekki neitt.

1 Comments:

Blogger Ingimar said...

ég lifi á því að bílar klessa, svo ég ætla ekkert að kvarta ;)

10:16 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home