mánudagur, desember 4

Dallas

Haldiði ekki að núna mitt í próflestrinum hafi ekki fólk bara lánað okkur fyrstu seríuna af Dallas!
Ég fleygði frá mér bókunum med det samme og lagðist í sófann.
Í fyrsta þætti fyrstu seríu kemur Bobby heim með Pamelu, nýju eiginkonuna sína og allt verður börjáuúlað. Hún er náttúrulega dóttir Digger Barnes sem Joch Ewing fór svo illa með strax í byrjun olíuborunarinnar og systir Cliff Barnes sem gerir allt sem hann getur til að skemmileggja frama og framgang Ewing Oil.
Nú, JR ætlar ekki að láta það viðgangast að iðnaðarnjósnari gangi laus á Southfork og plottar að Ray, sem sér um búgarðinn og er fyrrverandi kærasti Pamelu, fer með Pamelu í sýnisferð um landið sem endar á því að hann fleygir henni í vatn þannig að þau þurfa að koma við í kofa og fá sér heitt kakó á meðan fötin eru að þorna. Akkúrat á þessum delíkata tímapunkti (Ray var búinn að reikna þetta geðveikt vel út með því að líta á klukkuna í tíma og ótíma) mætir JR með Bobby með sér í kofann!
Nú búast allir við gráti og skilnaði en nei, ást Pamelu og Bobby er sterkari en allar samsæriskenningar því hún rýkur beint til Bobby og segir með þjósti: Hann JR bróðir þinn er að reyna að skemmileggja hjónabandið okkar og skipulagði þetta alltsaman!
Þá ætlar Bobby náttúrulega að berja JR en Pamela grípur um hnúa hans og segir, rétttilega: Hann er bróðir þinn.
Þátturinn endar á því að JR segist nú gera sér grein fyrir því að Pamela sé nú enginn aukvisi að díla við (horfir út í bláinn), hann geri ekki þau mistök aftur að vanmeta hana.

11 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það er sko eins gott að þú haldir áfram að segja frá.

8:41 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

jáá!

Ég vil fá dallas í þinni túlkun. Þú nærð fínlegum blæbrigðum tilfinninga Southfork gengisins...

11:13 e.h.  
Blogger Guggan said...

held það hafi verið ray sem ég var skotin í þegar ég var sex ára....
gaman að fá svona genesis dallasins því maður náttúrlega vissi ekkert um hvað þetta snerist í denn...ég var mest í því að dást að hárinu á lucy.

4:02 e.h.  
Blogger Sigga said...

Jáh ef maður fengi nú einhvern frið til að horfa á vídjó fyrir þessum skóla!

Það sem er alveg sérstaklega einstakt við að horfa á þetta núna er að sjá hvað þau eru ungleg öllsömul; Pamela, Bobby, Ray og jafnvel JR, tala nú ekki um Lucy sem er bara barn með gígantísk brjóst.
Manni fannst þetta allt alger gamalmenni í den.
En það hefur snúist í dag, nú eru allir ungir og unglegir og ég er yngst og unglegust.

4:46 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

eftir að ég varð þrítug hef ég tekið upp á þeim sið að maka á mig rakakremi kvölds og morgna.

Magnaður fjandi aldurinn.

6:10 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

og kræst hvað þetta var undarlegt innlegg í Dallas umræðuna.

6:11 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

en nauðsynlegt samt

10:15 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Auðvitað. Við erum svo miklir sósjalistar.

3:42 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

dííísessss, viltu koma með áframhald? ég er orðin geðveikt spennt. Pamella stendur geðveikt með sínum manni, vill ekki ósætti á milli bræðranna af því að hún veit að blóð er þykkara en vatn og allt. Ég var skotin í bæði pamellu og Bobby þegar ég var lítil. Fannst þau geðveikt æði. Er Bobby með svona niður fyrir eyru klippingu strax í byrjun, svona 1 krullu sitthvoru megin. Jiiii ég er orðin svo æst yfir þessu, best að fá mér sígó!

9:50 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Er ekki verið að klára prófin í dag?

Gunna mætir svo með ilmandi Justin Timberlake vínil á sunnudag!

9:04 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með próflok Sigga beibí. Gæfi glöð bæði eistun fyrir að vera í þínum sporum.

Hlakka til að sjá þig

6:16 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home