laugardagur, desember 16

Adjustment disorder

Ég vaknaði í panik-kasti í morgun, leit á klukkuna sem sýndi 9:17 og öskraði neeeiiii ég er að sofa yfir mig í próf!
Hljóp fram á gang hálfgrátandi og þegar þangað var komið áttaði ég mig einhvern vegin á því að í dag væri laugardagur og að síðasta prófið var í gær.
Einmitt í Geðröskunum.
Ég bara með aðlögunarstreitu.
Mikið var gott að átta sig á ruglinu og kúra sér aftur uppí rúm hjá Benna.
Svaf svo til tólf og fékk mér kaffi og bananabrauð sem ég bakaði í nýja ofninum í fyrradag.
Ljúfa líf.
Ætla að reyna að koma mér í búð í dag til að kaupa negul og engifer og smjerlíki og fleira dót í bakstur, svo er bara vinna um helgina.
Og auðvitað aðventukaffiboð hjá Kókó á morgun.
Á mánudaginn fer ég svo í banagang með jólabrjálæðið, sem mér finnst heillandi og tilhlökkunarvert í ár, ætla að baka og þrífa og redda jólapökkum og jólakortum og bara hlægja.
Mér finnst þetta æði.

2 Comments:

Blogger OGK said...

Ég ætla að fara á jólamarkað og kaupa mér 1/2 meter af pylsu (Bratwurst) í brauði með sinepi og tómat Svo drekk ég fleiri en eitt glas Hefe Weißbier og Jägermeister. Því minni ræna þeimur betra. Svo mega jólin koma.

5:54 e.h.  
Blogger Sigga said...

Hehehe, þetta er bara ólalegt.

10:59 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home