Stuðsápuskrúbb
Ég er á leiðinni í delúx sturtubað með delúx skrúbbusápu úr boddísjopp.
Skrúbbusápuna keypti ég nú bara út af lyktinni af því að ég er orðin svo mikil nefþefsfantatíker*, en ekki af einhvurri ofurtrú á dauðrafrumna-afnuddi og betra lífi í framhaldi af þesskonar aðgerðum.
Auk þess sem ég gef mér gjarnan gjafir fyrir peninga sem ellegar hefðu farið til hinna illu sígóframleiðenda.
Hafi ég appelsínuhúð, sem ég býst fastlega við, er hún vel falin í augnósýn.
Nema kona lendi í kananum.
Mér finnst álíka gáfulegt að paníka undan appelsínuhúð og að paníka yfir því að vera með handleggi.
Nei ég ætla bara að standa undir sjóðheitu vatni og nudda á mig vellyktandi.
Svo mun ég nusa og nasa af mér þangað til ég festi svefn í nótt.
Ævintýralegri gerast varla helgarnar þegar maður vinnur langar vaktir sem krefjast stuðs af manni í þokkabót.
Unglingar eru mjög stuðsæknir.
Og stuðræknir.
*ég krefst höfundarréttar á þessu orði!
Skrúbbusápuna keypti ég nú bara út af lyktinni af því að ég er orðin svo mikil nefþefsfantatíker*, en ekki af einhvurri ofurtrú á dauðrafrumna-afnuddi og betra lífi í framhaldi af þesskonar aðgerðum.
Auk þess sem ég gef mér gjarnan gjafir fyrir peninga sem ellegar hefðu farið til hinna illu sígóframleiðenda.
Hafi ég appelsínuhúð, sem ég býst fastlega við, er hún vel falin í augnósýn.
Nema kona lendi í kananum.
Mér finnst álíka gáfulegt að paníka undan appelsínuhúð og að paníka yfir því að vera með handleggi.
Nei ég ætla bara að standa undir sjóðheitu vatni og nudda á mig vellyktandi.
Svo mun ég nusa og nasa af mér þangað til ég festi svefn í nótt.
Ævintýralegri gerast varla helgarnar þegar maður vinnur langar vaktir sem krefjast stuðs af manni í þokkabót.
Unglingar eru mjög stuðsæknir.
Og stuðræknir.
*ég krefst höfundarréttar á þessu orði!
3 Comments:
töff, maður verður að múta sér ef ekkert annað virkar.
ég ætti að reyna eitthvað slíkt, þar sem að lykta eins og öskubakki virkar ekki á mig
Á dauða mínum átti ég von frekar en að lesa slíkt pikkað inn af þínum fingrum Ingimar!
:) En ég vona að það virki á þig, þegar maður reykir heilaþvær maður sig með því að það sé töff og gaman, þegar maður reykir ekki heilaþvær maður sig með því að það sé ógó.
Og ég fíla betur hið síðara.
Skrifa ummæli
<< Home