Að ljúga snjó
Opnaði augun og horfði út um þakgluggann.
Fyrst ekki viss hvort þetta væru stýrur eða snjór.
Hugsaði svo, djö, þá laug ég að konunni frá Perú á 2. hæð.
Ég var búin að lofa henni að snjórinn kæmi ekki fyrr en í janúar.
Stundum er ég bara gebba bjartsýn af engu tilefni.
Eins í gær, þegar ég sá fram á 20 mínútna bið fyrir utan dekkjaverkstæði og hætti við að bíða eftir að þeir myndu gera við sprungna varadekkið mitt.
Hugsaði, fokkit ég kem bara aftur á morgun og aðeins fyrr.
Nú er kominn snjór og biðraðir fyrir utan dekkjaverkstæði munu taka lágmark klukkutíma.
Af hverju skellir fólk ekki vetrardekkjunum sjálft undir?
Ég geri það.
Enda massa töff.
En bjartsýnin er vandmeðfarin.
Fyrst ekki viss hvort þetta væru stýrur eða snjór.
Hugsaði svo, djö, þá laug ég að konunni frá Perú á 2. hæð.
Ég var búin að lofa henni að snjórinn kæmi ekki fyrr en í janúar.
Stundum er ég bara gebba bjartsýn af engu tilefni.
Eins í gær, þegar ég sá fram á 20 mínútna bið fyrir utan dekkjaverkstæði og hætti við að bíða eftir að þeir myndu gera við sprungna varadekkið mitt.
Hugsaði, fokkit ég kem bara aftur á morgun og aðeins fyrr.
Nú er kominn snjór og biðraðir fyrir utan dekkjaverkstæði munu taka lágmark klukkutíma.
Af hverju skellir fólk ekki vetrardekkjunum sjálft undir?
Ég geri það.
Enda massa töff.
En bjartsýnin er vandmeðfarin.
6 Comments:
Það er nú lítið að mál eða gera slíkt sjálf enda ákaflega dömulegt að skipta um dekk. Það er hins vegar verra séu þau ekki á felgum og þurfi dama að láta umfelga. Ég persónulega væri alveg til í að eiga svona umfelgunartæki, bý því miður á of fáum fermetrum. Vill ég meina.
Ég lét strákana hjá Hölla í Borgó gera þetta, Hölli reykti tvær og hálfa camel fílters á meðan sem þýðir að þetta tók ekki nema korter. Hölli er The Fastest Smoker in The West.
Þar sem ég er hætt að reykja er öngvan vegin hægt að mæla hvursu lengi ég er að skipta um dekk.
Algerlega ómögulegt.
Nema ég fái einhvern til að standa yfir mér reykjandi á meðan.
Ég ætla að athuga það.
ég skal reykja. Hvað gerir maður ekki fyrir töff dömur??
Ég get líka reykt, jafnvel get ég og hin reykingarkonan skipst á að reykja. Ég nefninlega meika ekki að reykja tvær alveg í röð sko. Hey ég er komin með nýtt blogg! Væri sko alveg hreint voða gaman að sjá þig einhvern tíman við tækjó. Knús og kram
Aldrei að gera í dag það sem þú getur látið karlmann gera fyrir þig á morgun.
Jesúminn það er svo ópc!
Reyndar æxluðust hlutirnir þannig að í gærkveldi skiptu mágur minn og sambýlismaður um dekk á meðan ég og sys sátum hjá og blöðruðum.
Settum samt upp boxhanska öðru hvoru og slógum í boxpúðann.
En allt var þetta gert í reykleysu umhverfi svo ómögulegt er að segja hvursu langan tíma þetta tók.
Algerlega.
Skrifa ummæli
<< Home