mánudagur, nóvember 27

Gott

Ég stakk af frá svínslegum lærdómi um helgina og flúði í faðm fjölskyldunnar.
Tók Bennann að sjálfsögðu með.
Við éttum hest með pipar sem Auður Inga og Binni elduðu og svo kjötsúpu og vöfflur hjá mömmusín og kíktum í kirkjugarðinn og rúntuðum og skoðuðum öll nýju húsin og spurðum „hver á eiginlega heima þarna?" og Ingimar gerði við bílinn, eins og hægt er að gera við hann, og ég varð bara meyr í hjartanu af æðislegheitum.
Mjög gott að safna orku svona fyrir síðasta trukkið, nú verður allt á milljón til 15. des og eftir það bara sukk og svínarí.

2 Comments:

Blogger Guggan said...

jess!

1:29 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mig langar í svínarí.

6:52 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home