föstudagur, október 13

Óh tjá...

Ég er í heimaprófi í Óhefðbundnum tjáskiptaleiðum.
Væri til í að vera að gera eitthvað annað.
Til dæmis að sofa. Eða borða súkkulaði. Eða í göngutúr í Toscana. Eða eitthvað.
Í gærkveldi hrindi í mig maður og bauð mér í heimsókn með óhefðbundinni tjáskiptaleið.
Hann getur ekki talað en notar bliss sem eru myndir á töflu.
Hann fékk starfsmann til að hringja í mig og stilla símann á hátalara svo hann gæti heyrt í mér, svo benti hann á myndirnar; ég frí á morgun, koma í heimsókn?
Og starfsmaðurinn þuldi upp.
Svo þuldii starfsmaðurinn upp tölva, skoða, og skildi ekki samhengið en það skipti engu því ég vissi hvað hann var að tala um því fyrr um daginn var hann búinn að segja mér frá því að hann væri bloggari og vildi vita hvort ég væri búin að lesa bloggið sitt.
Magnaður andskoti.
Ég fílidda.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home