mánudagur, ágúst 28

Copy / paste / Inngangur að fötlunarfræði

Ég varð nú hálf skelkuð þegar ég las þetta, sérstaklega í ljósi þess að ég varð atvinnulaus í gær.
Segjum nú svo að ég fylgi ekki fyrirmælum, þá fæ ég kannski aldrei aftur vinnu!

En þar sem téð undirrituð ég er að læra að verða ríkur þroskaþjálfi á ég ekki von á að verða vör við mikið atvinnuleysi því alltaf þarf fólk til að diskútera og finna upp ný orð yfir hóp af fötluðu fólki.

Í skólanum er ég í stöðugum umræðum og fyrirlestrum um fólk með ýmsar fatlanir og það er hálf fyndið að fylgjast með fólki vandræðast með hvað eigi að kalla þennan ,,hóp".
Værum við að tala um rauðhært fólk eingöngu myndum við tala um rauðhærða eða rauðhært fólk, eða þeir viðkvæmu: fólk með rauðhærni.
Hmm...
Mjá, fatlanir eru ógó margar og mismunandi og innan ,,þessa hóps" ríkja fordómar gagnvart hinum og þessum fötlunum, þar má jafnvel tala um hierarki eða stéttaskiptingu.
Fordómar fyrir nöfnum á téðum hópum fyrirfinnast líka.
Og auðvitað er enginn eins.
Það er til fólk með þroskahömlun (áður fyrr kallaðir fávitar, því næst vangefnir, síðar þroskaheftir og í dag fólk með þroskahömlun, hence hræðsla við hópanöfn) og sá hópur er a.m.k. fjórskiptur; fólk með væga, miðlungs, alvarlega og djúpa greindarskerðingu.
Svo er til fólk með líkamlega skerðingu en enga greindarskerðingu, s.s. líkamlega fatlað fólk og það vill nú margt ekki láta flokka sér í hóp fólks með greindarskerðingu. Og ekki ætla ég að fara að telja upp allar mögulegar líkamlegar fatlanir, fökk nei.
Bottom line er að ekkert af þessu fólki er eins.
Ekki frekar en allir Íslendingar séu allir eins, samt eru þeir allir Íslendingar.
Og fólk með fötlun er allt mismunandi en það á þó þetta sameiginlegt og flokkast því undir fólk með fötlun þegar endilega þarf að flokka okkur niður og reikna okkur út.
Við erum kindur.
Flokk fokk.
Haldénú.

Að lokum:
Keðjufærslan

Ef þú lest þessa færslu og rekur bloggsíðu skaltu koppí/peista hana þangað. Annars gerist eitthvað ömurlegt:
Siggi var starfsmaður í kýsilvinnslunni við Mývatn. Hann sá þessa færslu en fygldi ekki fyrirmælum og nú hefur vinnslunni verið lokað og nú er hann atvinnulaus fáviti.
Katrín er einstæð móðir frá Hveragerði. Hún rak jólaþorpið-hveragerði við mikinn hagnað. Hún sá þessa færslu og rétt eins og Siggi þá fygldi hún ekki fyrirmælum. Nú er ekkert jólaþorp í hveragerði. Hún fékk vinnu í tývolíinu til skamms tíma en nú hefur því verið lokað. Sigga er núna aumingi.
Hannes starfaði sem prentsmiður hjá Prenntsmiðju suðurlands. Hannes fylgdi fyrirmælum, en ekki allveg. Hann leiðrétti stafsetningarvillur áður en hann ýtti á "publish" takkann. Vikublaðið Selfossfréttir er nú algerlega unnið á stafrænan hátt. Hannes kann ekkert á tölvur og eyddi sínum lífdögum þaðan af sem fáráðlingur. Þegar hann dó fór hann til helvítis.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já, við erum fólk með íslendni. :)

Fín skrif.

9:33 e.h.  
Blogger Sigga said...

híhí íslendni...
takk, það er gaman að spekúlera í þessu.

3:52 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mikið er það rosalega ósanngjarnt að Sigga verður að aumingja afþví einstæða móðirin Katrín fylgir ekki fyrirmælunum... humm

4:13 e.h.  
Blogger Sigga said...

Heyrðu já ég var ekki búin að taka eftir þessu... ætli ég verði bara aumingi hvernig sem fer?
Er þessi Sigga ég?
Er ég auminginn?
Þá mun ég kjósa að láta kalla mig fólk með eymsli.

4:23 e.h.  
Blogger Oskar Petur said...

Þar sem ég er búinn að vera að óveradósa á South Park undanfarið, þá segi ég nú bara:

TIMMAAAAAAAH!!!!!!!!

South Park...þótt Buffy, Angel, Six Feet Under, Firefly og Veronica Mars sé allt helber snilld, þá er EKKERT í þessum heimi sem getur toppað South Park í helvítis snilldargeðveiki.

Þessir þættir gerðu það fyrir sjónvarp sem pönkið gerði fyrir rokk.

5:00 e.h.  
Blogger Skrudda said...

Ég er Aumingi og allt mitt hyski. Þess vegna þarf ég ekki að peista neitt úr færslu Heiðul. Ég er færslan.

2:01 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home