þriðjudagur, maí 16

Mál

Ég er að mála svörtu plötuhillurnar hvítar.
Svo ætlum við að bora fyrir hillum upp við loftið fyrir allar bækurnar svo við getum hent helvítis bókaskápunum út.
(eh... takk samt fyrir lánið ef þú lest þetta Óli.. hehehe)
Smá pása fyrir ristað brauð og fréttir.
Grey Eyþór að ,,lenda" í þessu.
Í gær grunnuðum við hillurnar með einhverjum ógeðisgrunni sem festist á mann eins og lím svo ég varð massa pirruð.
Lagaðist smá í pirrinu eftir að við fengum lánaða terpentínu hjá grannanum.
Og granninn sagði fréttir af fullum vestmannaeyjingum, af sölu íbúðarinnar og innflutningi þriggja systra í júní. Vonandi verða þær tjekóvskar og dramatískar.
En af því að þetta er Ísland verða þær líklega bara fullar og spila Scooter allar nætur.
Ég er hrædd við nýja nágranna.
Nú hringdu símarnir; tengdó er á leiðinni og sys kemur eftir klukkutíma.
Ég er gebba vinsæl.

1 Comments:

Blogger Oskar Petur said...

Jahá, aumingja, aumingja, AUMINGJA EYÞÓR (eyes rolling...).

4:39 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home