föstudagur, apríl 7

Mass

Ég held ég sé bara komin yfir fráhvörfin.
Er bara ferlega sátt og hamingjusöm yfir að vera reyklaus og langar ekkert í smók.
Er meira að segja farin að sleppa hjálpartækjunum, fékk mér eitt tyggjó í gær af einhverjum vana og fannst það bara vera óverdós og óþarfi.
Fór á dEUS í gær og langaði ekkert í sígó.
Semsagt, ég er búin í geðveikinni og nú þarf ég bara að passa mig að fara ekki að ljúga að mér á fylleríum að það sé töff að reykja. Passa sig líka á að verða ekki of kokhraust.

Páskarnir eru líka að bókast í frekar frábæra daga.
I´m being good eru að koma og gista hjá okkur og Anonymous Óla, þeir koma miðvikudaginn 12. apríl og spila fimmtudag og föstudag í Reykjavík, laugardag á Aldrei fór ég suður á Ísafirði og þess vegna ætlum við Benni með þangað, svo á mánudeginum í Hafnarfirði og þriðjudag í Keflavík. Við ætlum að keyra vestur með Óskari og það verður stuð, elska svona keyra-út-á-land-með-vinum.
Ellsys og famelí verða á Súganda í húsinu og við Benedikt fáum gistipláss þar, gott að hafa afdrep þar til að komast í þegar Sirkus-liðið sem heltekur Ísó verður of listrænt og flippað.
Jibbíkóla!
Held ég kaupi mér eitthvað fallegt í dag.
Kíki í Góða hirðinn og Hjálpræðisherinn, mig vantar leikfimisföt.
Og fer svo í leikfimi!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home