miðvikudagur, apríl 12

Hor

Fyrir allnokkru síðan, til að forðast óánægju með eigin líkama, megrunarpælingar og annan eins óþarfa sem fólk á til að hengja sig í að óþörfu, ákvað ég að ég væri bara grindhoruð og helvíti sátt við eigin líkama. Fann mér uppáhalds part (maginn) og hellti mér á kaf í sjálfsdýrkun. Frá átján ára aldri vann ég mikið við aðhlynningu aldraðra og þurfti oft að lyfta þeim úr rúmi yfir í stól og alla vega og fyrir vikið græddi ég þessa fínu upphandleggsvöðva sem neita að fara. Stundum held ég að þeir vilji bara ekki fara af því að ég kyssi þá reglulega og það finnst þeim gott.
Núh.
Fyrir sirkabát tíu árum hætti ég að reykja og græddi heil átján kíló fyrir vikið. Ég grenjaði ekkert ógurlega yfir því þar sem mér fannst skárra að drepast úr offitu en krabbameini. Eftir ár fékk ég hins vegar nóg og fór að hlaupa og stunda jóga þannig að kílóin flugu af og ég var aftur orðin grindhoruð. Þá byrjaði ég aftur að reykja.
Fyrir tveimur árum fór ég að æfa box hjá Dodda sem lét mann puða ógeðslega mikið þangað til maður var farinn að grenja og þá öskraði hann eitthvað ógeðslegt á mig einsog ,,djövull ertu mikill aumingi!” og ,,það er ógeðsleg reykingarfýla af þér auminginn þinn!” og þá hætti ég að gráta, strauk burtu tárin og beit á jaxlinn og tók tvær í viðbót því enginn mátti tala svona illa um mig og mínar bestu vinkonur, sígaretturnar. Vöðvarnir blússuðu upp. Ég var horuð as ever og vöðvastælt.
Um daginn hætti ég að reykja og tveimur mínútum síðar var ég hætt að trúa því að ég væri grindhoruð og fór að tala um mig sem fitubollu.
Mér fannst fötin vera að springa utan af mér og spikið vella í allar áttir.
Ég keypti mér líkamsræktarkort.
Ég fór að æfa á hverjum degi.
Það er liðin vika.
Ég er fokkíngs grindhoruð.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Að dreeepast úr hor hreinlega. Ég er líka geðveikt horuð.

3:23 e.h.  
Blogger Sigga said...

Ég veit það.
Geðveikt horuð.
Aumingja allir sem öfunda okkur.

3:40 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home