laugardagur, apríl 1

Blige

Mér finnst lagið One með U2 hundleiðinlegt en Mary J. Blige er æðisleg söngkona. Röddin hennar fangar mig algerlega.

Verð að redda mér mússík með henni sem er ekki með U2 líka.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst "One" gott lag en ofnotað og ofspilað.

Ég hef meira að segja leikið það sem undirleikari á flygil í brúðkaupi.

"Did I ask too much, more than a lot. You gave me nothing, now it's all I got."

Hjálp! Hvernig heldurðu að það hafi verið að horfa á brúðhjónin brosandi? Úff.

En ég er ekki sammála þér með þessa söngkonu, Sigga mín.

Jú, jú - voða fínt kontról og tækni. En t.d. í þessu stönti með Bono þá gerir hún einmitt það sem ég hata; að vera með endalausar slaufur og varíeringar á melódíunni. Eins og hún sé í einhverri íþróttakeppni og vilji sýna á mettíma hvað hún geti nú mikið.

Minnir á þungarokksgítarleikara.

Hryllingur.

kv,

Orri.

12:42 f.h.  
Blogger Sigga said...

Hehe ég var búin að heyra af þessu með brúðkaupið, þrælmerkilegt.
Annars finnst mér hún Mary einmitt vera sú sem tekur allra síst (söngkvenna í þessu genre) þátt í slaufukeppninni og það fíla ég við hana!
Ég þoli nefninlega ekki söng-akróbatík eins og Björk kallar það.
En ég ætla að kynna mér önnur verk Mary og tékka betur á henni.

11:53 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mín útgáfa af "One" er mögnuð, lítið um slaufur þar sko.

1:22 e.h.  
Blogger Sigga said...

Ég efast ekki eitt augnablik um það Elvis minn tveir.

2:23 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home