föstudagur, mars 3

Sweet

Þessi vika er búin að vera brilljant í emósjónal sjokkum; einn daginn ekkert nema bömmerar og svo gleðifréttir hinn næsta, bömmer aftur og svo brill again.
Í dag er brill dagur, enda var Lín-bömmera-sjokk-dagur í gær.
Var að fá hringingu þar sem verið var að bjóða mér til Spánar í sumar sem aðstoðarkona fatlaðrar vinkonu minnar.
2 vikur á sólarströnd og vinkona mín er letibykkja einsog ég!
Ég hef ekki farið á sólarströnd síðan ég var 12 ára í kórferðalagi á Spáni, þá fannst mér hundleiðinlegt á ströndinni en ógisla skemmtilegt einhvurstaðar uppí fjöllum þar sem við gistum í nunnuklaustri í litlu þorpi. Á kvöldin dönsuðu nunnurnar senjórítudans fyrir okkur og gáfu okkur súkkulaði.
Mig hefur aldrei langað í sólarlandaferð og myndi aldrei eyða mínum eigins peningum (ef ég ætti svoleiðis) í þannig ferðalag, aðrir staðir heilla mun meira.
En fríkeypis sól í tvær vikur með skemmtilegri vinkonu!
Jibbífokkíngskóla!

6 Comments:

Blogger Guggan said...

Til hamingju með þetta, ég skal kenna þér góða spænsku til að hafa með..

7:42 e.h.  
Blogger Sigga said...

Hola!
Ai caramba!
Donde esta los chicos guapos?
Þerveþa.
Dvd (ég kann að bera það fram)
Smámælt s.
E á undan s.
Þarf ég nokkuð að kunna meira?

8:08 e.h.  
Blogger Guggan said...

hell no!
djövulli ertu góð að pikka upp!

1:57 e.h.  
Blogger Gummi Erlings said...

Ai caramba notar enginn, nema sá hinn sami sé með einhverja fortíðarþrá. Heppileg blótsyrði og upphrópanir:

Joder = fokk
coño = kunta
hijo/a de puta
og "me cago en..." í samhengi með hinu og þessu virkar alltaf, "me cago en todo" (ég kúka á allt) nær yfir flest allt, eðlilega.

Sorrí, besservisserinn hleypur með mig í gönur. Til hamingju með reisuna!

8:55 e.h.  
Blogger Sigga said...

Hahaha, ég kúka á allt er best!
Takk skan, ég mun nota þetta í gríð og erg.

12:46 e.h.  
Blogger Oskar Petur said...

Jehehehess!!! Við Gunna skulum veifa þér frá Ítalíu!

10:10 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home