Plúsar
Ég er ekki ein í reykleysinu.
Sollan er líka hætt og við styrkjum hvora aðra einsog við getum.
Hún var hjá mér áðan í kaffi og tyggjó.
Svo gaman að hætta með einhverjum sem mar getur talað við um fráhvarfseinkennin sem eru m.a. holrúmið á milli húðarinnar og líkamans, svitakastið fyrstu nóttina og vökuna, sem og kostina sem eru aukið bragðskyn og sú tilfinning að vera brjálæðislega heilbrigð og yfir aðra hafin.
Það er stuð að hætta að reykja.
Þegar Solla fór varð ég eitthvað eirðarlaus svo ég skellti mér bara í sturtu og klippti svo á mér hárið.
Nú er ég að klappa saman höndum á milli þess sem ég skrifa.
Við Solla erum búnar að reikna það út að kostirnir við að reykja eru 1: so gott, á meðan mínusarnir eru átta þúsund.
Og núna rétt í þessu var ég að muna enn einn ,,mínusinn": röddin mín á eftir að fara uppí rassgat á ný. Ég er sópran en næ ekki jafn háum tónum þegar ég reyki.
Jibbí!
Sollan er líka hætt og við styrkjum hvora aðra einsog við getum.
Hún var hjá mér áðan í kaffi og tyggjó.
Svo gaman að hætta með einhverjum sem mar getur talað við um fráhvarfseinkennin sem eru m.a. holrúmið á milli húðarinnar og líkamans, svitakastið fyrstu nóttina og vökuna, sem og kostina sem eru aukið bragðskyn og sú tilfinning að vera brjálæðislega heilbrigð og yfir aðra hafin.
Það er stuð að hætta að reykja.
Þegar Solla fór varð ég eitthvað eirðarlaus svo ég skellti mér bara í sturtu og klippti svo á mér hárið.
Nú er ég að klappa saman höndum á milli þess sem ég skrifa.
Við Solla erum búnar að reikna það út að kostirnir við að reykja eru 1: so gott, á meðan mínusarnir eru átta þúsund.
Og núna rétt í þessu var ég að muna enn einn ,,mínusinn": röddin mín á eftir að fara uppí rassgat á ný. Ég er sópran en næ ekki jafn háum tónum þegar ég reyki.
Jibbí!
4 Comments:
Á dauða mínum á ég jafnan von en ekki óraði mig fyrir að þið Solla færuð í slíkt átak.
Poj, poj - en ekki hef ég nú samt mikla trú á þessu hjá ykkur!
Jæja, hér er þó komin mótívasjón.
Prúf Van Hardesen wrong!
Kær kveðja,
Orri.
He, he, ég sé ykkur alveg í anda í kaffi og tyggjó!!! ;)
En gangi ykkur vel skvísur;)
Enn einn plúsinn: Þú bloggar alveg ROSALEGA MIKIÐ þegar þú hættir að reykja.
Haha, líka plús hvað margir eru sjokkeraðir á þessu
Skrifa ummæli
<< Home