þriðjudagur, mars 28

Kaffi og kleina

Kaffi og kleina í frímínútum eru ekki lengur herramannsmatur (ég kýs samt frekar að kalla mig hefðardömu.  Eða nei, hvorugt).
Skil ekki, var reykbragðið í munninum hið nauðsynlega delúx krydd?
Eða eru bragðlaukarnir að komast í blússandi afköst og segja loksins sannleikann, sem þá er: kleinur eru vondar?
Það er annars ekkert mál að reykja ekki á daginn, kvöldin eru verst.
Spurning um að fara að sofa klukkan 8.
Eða drepa sig.
Eða lifa af.
Massa bara.
Það er ekkert mál að hætta að reykja.

9 Comments:

Blogger Oskar Petur said...

Eina sem mér fannst erfiðast við að hætta að reykja á sínum tíma var hvað ég varð hellaður á því úr kvefi í 2-3 daga.

Mér skilst að öndunarfærin (þ.e. bifhárin, varst þú ekki að stúdera lungu?) vakní úr n.k. dvala eða lömun og eipi gjörsamlega.

11:24 f.h.  
Blogger Sigga said...

Mjá bifhárin elskuleg vakna og eipa, verða einsog götusóparar á amfetamínsterum og hreinsa út skítinn.
Það er í raun alveg hellingur í gangi í kroppnum mínum núna, allt á fullu að bregðast við þessum nýjungum.
Ætla að lesa mér meira til um það.
Gaman!

11:31 f.h.  
Blogger Sigga said...

Restoration mode í gangi.

11:34 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hey, Vigfús sagði að ég ætti ekki að vera að taka dramatískar ákvarðanir núna, svo ég er með það uppáskrifað frá honum að ég eigi ekki að hætta að reykja.....muahhhahahah. En ég ætla ekki að reykja hjá þér...... því þú ert svo sæt og dugleg og ég elska þig.

3:46 e.h.  
Blogger Sigga said...

Kútsíkútsíkúúúú...

3:47 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ji mig svimar við tilhugsunina....
ohhh þá þarf ég líka að hætta.
Til hamingju elskan...

4:29 e.h.  
Blogger Guggan said...

You can do it you can do it put yo ass into it.....veit þú getur þetta. Gangi vel!

7:51 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Óggislega gott að vera hætt þessum andskota, slapp út fyrir 2 1/2 ári ;-) gúd lök......

7:53 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vá ég var mesti nikótínfíkill í heimi, thegar ég haetti thá var ég mjog sveitt med stodugt hátídnihljód í odru eyranu, mjog scary shit. Best er ad hanga í sundlaugum fyrstu dagana, mann langar nefnilega aldrei í sígarettu thar, synda mikid og bolva í hljódi

9:18 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home